Fara í efni
Hafnarfjall
9 SSE 7 m/s
Akrafjall
10 SE 6 m/s
Þyrill
9 ESE 7 m/s

Sumarstörf fyrir námsmenn laus til umsóknar

Auglýst eru laus til umsóknar 3-4 sumarstörf fyrir námsmenn, á 18. ári og eldri, með lögheimili í Hvalfjarðarsveit.  Námsmenn þurfa að vera á milli anna, þ.e. hafa verið í námi á vorönn 2020 og vera skráðir í nám á haustönn 2020.  Störfin eru m.a. hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Leitað er eftir áhugasömu fólki með ríka þjónustulund, metnað til að skila góðu starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.  Starfstímabil er tveir mánuðir á tímabilinu júní til ágúst 2020.  Störfin sem um ræðir eru:

  • Átaksverkefni í skönnun, skráningu og vistun skipulags- og byggingargagna
  • Átaksverkefni í fegrun og tiltekt í sveitarfélaginu

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélags Vesturlands.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk.

Sótt er um í gegnum heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, laus störf, sjá hér

Umsækjendur tilgreini það starf sem þeir telja henta sér best.

Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433 8500 eða á netfanginu hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is