Fara í efni

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Hvalfjarðarsveit hefur tekið þátt í vitundarvakningu um ofbeldi gegn stúlkum og konum. Þetta er árvisst átak sem hófst 25. nóvember, á degi sem Sameinuðu þjóðirnar völdu sem alþjóðlegan dag vitundarvakningar um ofbeldi gegn stúlkum og konum. Því lauk á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna  10. desember sl., sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista. Roðagyllti liturinn er litur átaksins sem táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum.

Alþjóðasamband Soroptimista hefur allt frá árinu 1991 sett það á oddinn að berjast gegn því að stúlkur og konur séu beittar ofbeldi og órétti. Þemað í ár er Stafrænt kynferðislegt ofbeldi eða ofbeldi á netinu.