Fara í efni
Hafnarfjall
1 SSE 6 m/s
Akrafjall
-0 ESE 1 m/s
Þyrill
-1 E 1 m/s

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2020

Á 326. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 23. mars sl. var ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2020 samþykktur, sjá HÉR.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins árið 2020 samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um tæpar 190,5mkr.  Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu tæpum 994,2mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 985,4mkr.  Rekstrargjöld A og B hluta árið 2020 voru alls 865,6mkr.  Veltufé frá rekstri var 22,65% og veltufjárhlutfall 11,51%.

Heildareignir sveitarfélagsins í árslok 2020 voru 3.432,9mkr. og heildarskuldir námu 106,9mkr., þ.a. eru langtímaskuldir engar þar sem þær voru greiddar upp árið 2020.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 3.326mkr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall var 97%.

Eitt af fjárhagslegum viðmiðum sveitarfélaga skv. sveitarstjórnarlögum er skuldaviðmið.  Það er áfram jákvætt, fer úr 79,0% í 102,3% árið 2020 en veltufé er áfram umtalsvert hærra en skuldir.  Rekstrarjöfnuður sveitarfélagsins síðustu þrjú ár (samanlögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) hækkar um 122,9mkr. 

Síðasta ár var harla óvenjulegt á marga vegu sökum Covid-19 faraldursins.  Þakkarvert er að áhrifa hans er ekki að gæta í rekstrarniðurstöðu ársreiknings sveitarfélagsins, hvort sem horft er til tekna eða gjalda.  Tekjur eru nánast á pari við áætlun ársins og gjöldin umtalsvert lægri af ýmsum sökum eins og t.a.m. við ýmsa aðkeypta þjónustu, hátíðarhöld, námskeið og fleira sem ekki reyndist framkvæmanlegt sökum aðstæðna í þjóðfélaginu síðastliðið ár.        

Vonandi færir hækkandi sól okkur áleiðis til endaloka í baráttunni við veiruna, megi henni ljúka sem allra fyrst og færa okkur aftur til eðlilegra lífs en til þess að svo megi vera þurfum við öll að standa saman, sýna ábyrgð og sinna sóttvörnum sem aldrei fyrr.

 Hvalfjarðarsveit 30. mars 2021
Linda Björk Pálsdóttir
sveitarstjóri