Fara í efni
Hafnarfjall
9 SSE 7 m/s
Akrafjall
10 SE 6 m/s
Þyrill
9 ESE 7 m/s

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2019

Á 304. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 24. mars sl. var ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2019 samþykktur, sjá HÉR.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins árið 2019 samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 906,6mkr.  Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 námu 1.055,9mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.047,9mkr.  Rekstrargjöld A og B hluta árið 2019 voru alls 856,5mkr.  Veltufé frá rekstri var 89,93% og veltufjárhlutfall 9,3%.

Heildareignir sveitarfélagsins í árslok 2019 voru 3.310,2mkr. og heildarskuldir námu 182,7mkr., þ.a. voru langtímaskuldir 60,1mkr. en þær voru greiddar niður um rúmar 50mkr. árið 2019.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 3.127,4mkr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall var 94%.

Árið 2019 var harla óvenjulegt í tekjustreymi sveitarfélagsins þar sem um 624mkr. nettó tekjur vegna uppgjörs á dómsmáli við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er tekjufærður undir liðnum „óreglulegar tekjur“ í ársreikningi.  Í ljósi þessa verða ýmsar lykiltölur árið 2019 ekki samanburðarhæfar við fyrri ár né til framtíðar.  

 Eitt af fjárhagslegum viðmiðum sveitarfélaga skv. sveitarstjórnarlögum er skuldaviðmið. Það fer úr því að vera 13,8% árið 2018 í að vera jákvætt um 79,03% árið 2019 þar sem veltufé er miklu hærra en skuldirnar vegna óvenjulegrar rekstrarniðurstöðu ársins. Rekstrarjöfnuður sveitarfélagsins síðustu þrjú ár (samanlögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) hækkar um 900mkr.  Ítrekað er að þessar breytingar helgast fyrst og fremst af áðurnefndum tekjum vegna dómsmáls við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. 

 Hvalfjarðarsveit 1. apríl 2020

Linda Björk Pálsdóttir
sveitarstjóri