Áríðandi tilkynning frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar
10. júlí 2025
Uppfært þann 11. júlí kl. 11:00: Gangi allar áætlanir eftir má gera ráð fyrir að vatn fari að flæða um dreifikerfið kl. 14 í dag.
Alvarleg bilun kom upp í gær í borholunni við Hrafnabjörg sem veldur því að ekkert vatn berst til notenda hitaveitunnar.
Unnið hefur verið að viðgerð í alla nótt við að ná búnaðinum upp úr holunni og kanna skemmdir. Nú hefst vinna við að taka saman varahluti og setja saman búnað að nýju. Reiknað er með að unnt verði að setja niður búnaðinn um kl. 13 en það mun taka einhverjar klukkustundir.
Það er því ekki von á að vatn fari að flæða um dreifikerfið fyrr en seint í dag.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem ofangreint kann að valda.
Hitaveitufélag Hvalfjarðar.