Akurey / Skorholtsnes – Óveruleg aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. júní 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á jörðinni Akurey Skorholtsnesi er óskað breytinga á svæði fyrir frístundabyggð F45, yfir í landbúnaðarsvæði L2. Svæðið sem nú er frístundabyggð mun falla út og sameinast landbúnaðarlandi jarðarinnar, sem stækkar sem því nemur. Sýndur er vegur að lögbýli, sem og aðrir vegir til skýringar. Í töflu 3 í greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er svæðið F45, Skorholt, fellt út úr skilmálum fyrir frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Breytingin er auglýst í Skipulagsgátt, mál nr. 821/2025.
Þeir sem óska frekari upplýsinga er bent á að hafa samband við Deildarstjóra Umhverfis- og skipulagsdeildar á skrifstofu sveitarfélagsins eða á skipulag@hvalfjardarsveit.is.
Umhverfis- og skipulagsdeild