Fara í efni

ADHD fræðsla fyrir aðstandendur og áhugasama

Fimmtudaginn 13. apríl nk. kl. 19:00 verður í Heiðarskóla ADHD fræðsla fyrir aðstandendur og áhugasama. Einnig er hægt að vera með í streymi, linkur sendur á foreldra/forráðamenn þegar nær dregur.

Hvað er ADHD og hvernig birtist það. Sífellt fleiri fá ADHD greiningu og skilningur er sterkasta vopnið okkar til að bæta líðan og sjálfsmynd þeirra. Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi ræðir um hvernig við getum stutt við og kennt okkur, börnunum, eða nánum fjölskyldumeðlimum að finna sína styrkleika og byggja upp sterka sjálfsmynd.

Áherslur og ráð sem nýtast til að byggja upp ramma og rútínu, hvernig umhverfið getur haft áhrif á líðan og hegðun og samskipti heimilis og skóla eru þættir sem tæpt er á.

Þessi fræðsla er fyrir alla og mikilvægt að muna að oft eru vinir barna okkar með ADHD og við því partur af umhverfi þeirra.