Fara í efni

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 22.03.2023 tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Tillagan var auglýst þann 11.05.2022 og lá frammi til kynningar til 22.06.2022. Frestur til að skila athugasemdum rann út 22.06.2022.

Alls bárust sveitarfélaginu athugasemdir frá 35 málsaðilum svo sem frá fulltrúum landeigenda, fyrirtækjum og opinberum umsagnaraðilum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem þær gerðu umsögn sína.
Vegna athugasemdanna voru gerðar nokkrar minniháttar breytingar á skipulagstillögunni.

Aðalskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, skipulag@hvalfjardarsveit.is 

Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar