Fara í efni

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að skipulagstillaga Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti og umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi og sveitarfélagsuppdrætti.

 Vegna Covid takmarkana verður ekki um einn íbúafund að ræða en kynning verður á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is auk þess sem opið hús verður í stjórnsýsluhúsinu, Innrimel 3, Melahverfi, þar sem tillagan er til sýnis.  Opið hús verður fimmtudaginn 25. nóvember nk., föstudaginn 26. nóvember nk. og mánudaginn 29. nóvember nk., frá kl. 15:00-18:00 alla dagana.  Þar gefst íbúum færi á að hitta skipulags- og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins og formann umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar auk þess sem skipulagsráðgjafi frá Eflu verður á staðnum mánudaginn 29. nóvember nk. Fylgja skal gildandi takmörkunum varðandi Covid-19, s.s. með grímunotkun og fjölda gesta hverju sinni.

Skipulagsgögn ásamt kynningarmyndbandi á vinnslutillögunni og glærukynning eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is     

Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, en nú gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir áður en tillagan fer í formlegt auglýsingaferli.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út mánudaginn 6. desember nk. og skal þeim skilað skriflega á netfangið adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti stílað á Boga Kristinsson Magnusen skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi.