Fara í efni

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 - Skilmálabreyting

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 24. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir skilmálabreytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð verður breyting á almennum skilmálum fyrir frístundabyggð (F), landbúnaðarsvæði (L3), skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og varúðar og þynningarsvæði. Gerð er sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingar á landnotkunarflokkunum en eftir atvikum verða unnar aðskildar aðalskipulagsbreytingar. Gerð verður breyting á skipulagsskilmálum í greinargerð aðalskipulags ásamt númerum landnotkunarflokka landbúnaðarsvæða.

Kynningartími tillögunnar er frá 2. – 23. október 2025 hér, mál nr. 1361/2025 í Skipulagsgátt.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Umhverfis- og skipulagsdeild