Fara í efni

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 hefur öðlast gildi

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, sem sam­þykkt var í sveitarstjórn 22. mars sl., var staðfest af Skipulagsstofnun þann 26. apríl sl. Við gildistöku aðalskipulagsins fellur úr gildi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, ásamt síðari breytingum.
Samhliða tekur gildi skrá yfir vegi í náttúru Íslands, sem samþykkt var á sama fundi sveitarstjórnar.
Málsmeðferð var samkvæmt 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing nr. 464/2023 var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 12. maí sl., sjá https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=1fb26b7b-0916-4061-a1ce-9f62cb22d0cc

Skipulagsgögnin má sjá hér