Fara í efni

Ábendingarhnappur á heimasíðu

Nýr hnappur er kominn á heimasíðu sveitarfélagsins, ábendingarhnappur, þar sem íbúum, landeigendum, frístundahúsaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að senda inn ábendingu til sveitarstjórnar eða sveitarfélagsins. Ábending getur varðað hvað sem er, þjónustu, úrbætur, hrós eða annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.

Sjá skjáskot hér til hliðar af staðsetningu hnappsins á heimasíðunni, þar sem hnappurinn er litaður gulur.

Sveitarstjórn hvetur aðila til að skoða og eftir atvikum nýta þennan nýja möguleika.