Velferðar- og fræðslunefnd
Dagskrá
Dilja Marín Jónsdóttir boðaði forföll.
1.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Skýjaborgar fyrir árið 2025
2511002
Erindi frá Leikskólastjóra Skýjaborgar. Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja viðaukabeiðni vegna Skýjaborgar. Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
2.Beiðni um tilfærslur innan fjárhagsáætlunar Heiðarskóla fyrir árið 2025
2511003
Beiðni um tilfærslur milli lykla innan fjárhagsáætlunar Heiðarskóla.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja tilfærslur milli lykla innan fjárhagsáætlunar Heiðarskóla. Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
3.Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
2511004
Leikskólastjóri hefur tekið saman stöðu vegna dvalarrýma og starfsaðstæður í Skýjaborg.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Eyrúnu Reynisdóttur fyrir góða yfirferð um stöðu dvalarrýma og starfsaðstæður í Skýjaborg. Nefndin felur Velferðar- og fræðsludeild ásamt leikskólastjóra að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
4.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar
2504003
Trúnaðarmál velferðar- og fræðslunefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
5.Skammtímadvöl á Vesturlandi
2501005
Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi var veitt umboð í byrjun árs til að skoða möguleika á sameiginlegum rekstri skammtímadvalar á svæðinu.
Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.
Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.
Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.
Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.
Velferðar- og fræðslunefnd lýsir yfir mikilli ánægju með mögulegri aðkomu Þroskahjálpar á Vesturlandi að uppbyggingu skammtímadvalar á Vesturlandi. Nefndin leggur áherslu á að brýnt sé að koma á skammtímadvöl á svæðinu og skrifað verði undir viljayfirlýsingu milli Þroskahjálpar á Vesturlandi og sveitarfélaga á Vesturlandi.
6.Reglur um garðslátt
2511005
Drög að reglum um garðslátt.
Drög að reglum um garðslátt kynntar. Starfsmönnum Velferðar- og fræðsludeildar falið að vinna áfram að reglum samkvæmt umræðum á fundinum.
7.Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg
2509011
Guðmunda Ólafsdóttir ráðgjafi kemur inn á fund Velferðar- og fræðslunefndar til að fara yfir stefnumótun Heiðarborgar sem samfélagsmiðstöð með það að markmiði að fá fram viðhorf og framtíðarsýn nefndarinnar, sveitarstjórnar og formanns mannvirkja- og framkvæmdarnefndar varðandi nýtingu húsnæðisins.
Guðmunda Ólafsdóttir ráðgjafi mætti á fund nefndarinnar og fór yfir vinnu við stefnumótun Heiðarborgar sem samfélagsmiðstöð. Nefndin þakkar Guðmundu kærlega fyrir greinargóða kynningu og uppbyggilegar umræður. Nefndin lýsir ánægju sinni með þann faglega undirbúning sem þegar er hafinn og telur mikilvægt að halda áfram vinnu á þessum grunni.
Undir þessum lið sátu Guðmunda Ólafsdóttir, Birkir Guðlaugsson, Andrea Ýr Arnardóttir, Helgi Pétur Ottesen, Linda Björk Pálsdóttir, Hlynur Sigurdórsson og Guðjón Jónasson.
Fundi slitið - kl. 17:50.