Fara í efni

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

13. fundur 25. september 2023 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Kinga Korpak formaður
  • Rakel Sunna Bjarnadóttir aðalmaður
  • Mikael Bjarki Ómarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Anton Teitur Ottesen boðar forföll.

1.Leikvallasvæði

2309039

Leiktæki í sveitarfélaginu.

Umræður um möguleg leikvallasvæði í sveitarfélaginu og hverskonar leiktæki. Ungmennaráð telur best að hafa leikvöll í göngufæri við íbúa í Krosslandi og hafa leikvöll við Hlíðabæ en merkja leikvöllinn við tjaldsvæðið að Hlöðum. Ungmennaráð telur að sterkur kjarni að leikvelli sé rólur, vegasalt, klifurgrind, jafnvægisslá og líka leiktæki fyrir yngri börn og fatlaða. Leggur Ungmennaráð ofangreint inn í umræðu og ákvarðanatöku um leikvallasvæði í Hvalfjarðarsveit.

2.Göngu- og hjólastígar í Hvalfjarðarsveit

2309038

Göngu- og hjólastígar í Hvalfjarðarsveit.
Umræður um göngu- og hjólastíga í Hvalfjarðarsveit. Ungmennaráð hvetur til þess að kannað verði með lagningu göngu- og hjólastíg frá Stóra-Lambhaga inn í Melahverfi. Ástæða þess er að auðvelda gönguleið að leiksvæði sem er í Melahverfi og að strætóskýli ásamt því að gera íbúum í Melahverfi kleift að fara á milli svæða.

3.Fundur Ungmennaráða Barnvænt sveitarfélag

2309040

Ungmennaráð UNICEF er með fund í Björtuloftum í Hörpu þann 2. nóvember næstkomandi. Farið verður yfir loftlagsmál og áhrifum þeirra á réttindi barna.
Ungmennaráð lýsir yfir ánægju sinni að haldið sé þing þar sem börn eru í fyrirrúmi. Kappkostað verður að finna fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit á þingið í Hörpu þann 2. nóvember.


4.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2208023

Skjöl framlögð til kynningar.
Frístunda- og menningafulltrúi kynnti stöðuna á innleiðingu um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Hvalfjarðarsveit.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar