Fara í efni

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

5. fundur 08. janúar 2020 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigríður Elín Sigurðardóttir formaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Anton Teitur Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Fríða Sif Atladóttir boðaði forföll.

1.Ósk um lausn frá störfum

2001003

Ósk um lausn frá nefndarstörfum.
Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Unndísar Ídu Ingvarsdóttur um lausn frá störfum Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

Ungmennaráð óskar eftir tilnefningar frá nemendaráði Heiðarskóla á fulltrúa til setu í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar.

2.Íþrótta- og æskulýðsmál

1911030

Auglýsing um tómstundir.
Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar ræðir um fjölbreyttni í íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði í nágrenni Hvalfjarðarsveitar. Búa til auglýsingu um það sem er í boði sem mun fara inn á netið til upplýsinga.

3.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Íbúafjöldi í Hvalfjarðasveit.
Mikil og góð umræða var hjá Ungmennaráðinu undir þessum lið.

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar telur að markaðsetja þurfi sveitarfélagið betur og með markvissari hætti. Í því sambandi væri til dæmis hægt að nota samfélagsmiðla betur.

4.Nemendaráð Heiðarskóla fundagerðir

2001002

Fundargerðir.
Fundargerðir Nemendaráðs Heiðarskóla voru lagðar fram.

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar leggur til að auka fjölbreytni í ávöxtum og grænmeti í Heiðarskóla. Einnig mætti bæta einu vegasalti á skólalóð fyrir yngri kynslóðina.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar