Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

104. fundur 03. september 2019 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
Endurskoðun aðalskiplags hefur verið auglýst í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög umhverfismat áætlana nr. 105-2006.
Skipulagslýsingin var auglýst frá 15. júlí til 30. ágúst og bárust minniháttar athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að fylgja eftir ábendingum frá Minjastofnun um samræmingu fornleifaskráninga gömlu hreppanna og bæjar- og húsakönnun sbr. lög um menningaminjar nr. 80/2012.
USN nefnd tekur athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila til greina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna.

2.Narfastaðaland skipulag

1812012

Athugasemdir og ábendingar á auglýsingu deiliskipulags í landi Narfastaðalands
Skipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.
Ein ábending kom frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands varðandi framleiðslu á garðaávöxtum til sölu skal uppfylla ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001.

USN nefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gerð sé grein fyrir öflun neysluvatns á deiliskipulagi.

3.Beiðni um umsögn - Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki - frummatsskýrsla í kynningu

1808001

Álit um mat á umhverfisáhrifum frá Skipulagstofnun vegna stækkunar kjúklingabúsins að Hurðabaki
USN nefnd kallar eftir áliti frá Skipulagsstofnun vegna ábendinga sveitarfélagsins um endurskoðun á deiliskipulagi fyrir kjúklingabúið á Hurðarbaki.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

4.Br-aðalskipulagi-Reykjavíkur-2010-2030-Sjómannaskólareitur

1904034

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030-Sjómannaskólareitur (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35).

5.Deiliskipulag-Móar

1908039

Fyrirspurn vegna deiliskipulagstillögu í landi Móa
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að óska eftir áliti frá Skipulagsstofnun á erindinu.
Afgreiðslu frestað.

6.Krossland-skipulag

1908040

Endurskoðun deiliskipulags í Krosslandi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við landeiganda að vinna að breytingum og endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Krossland 1. áfangi sem samþykkt var 03.08.2005 í samræmi við 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Fellsendi - Mhl.04 - Vélageymsla

1805017

Fyrirspurn vegna byggingar vélageymslu í landi Fellsenda.
USN nefnd ítrekar fyrra svar sitt frá fundi nr: 87 þann 16.05.2018
og er afstaða nefndarinnar óbreytt.

" Mál nr.1805017
Skagastál ehf., kt. 630401-2240, sækir um byggingarleyfi fyrir 1.650 fm vélageymslu á landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stálgrindarhús.
Í ljósi umfangs framkvæmda á svæðinu fer USN nefnd fram á við umsækjanda að svæðið verði deiliskipulagt..."

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar