Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

99. fundur 23. maí 2019 kl. 16:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Enduskoðun aðalskipulags sem unnið er á grunni gildandi skipulags.
Skipulagslýsing er í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gerð er grein fyrir þeirri nálgun og þeim áherslum sem lagðar verða til í skipulagsvinnunni og hvernig staðið verðu að samráði og kynningu á tillögunni.
Endurskoðað aðalskipulag er sett fram í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun framsetning gagna því taka nokkrum breytingum. Landnotkunarflokkum er fjölgað og skilgreingingu breytt að einhverju leyti. Þá hefur Landskipulagsstefna 2015-2026 tekið gildi og markar hún stefnu í aðalskipulagi.
Endurskoðað aðalskipulag verður unnið á grunni gildandi skipulags.
Lýsing þessi er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gerð er grein fyrir þeirri nálgun og þeim áherslum sem lagðar verða til í skipulagsvinnunni og hvernig staðið verður að samráði og kynningu á tillögunni.
USN nefnd fór yfir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna úr athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010.

2.Garðavellir 1 og 3 - Breyting á DSK - Hámarkshæð húsa

1905008

Breytinga á deiliskipulagi-Garðavellir 1-3, Hámarskhæð húsa. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis-skipulags og náttúruverndar þann 07.054.2019.
Málið var tekið fyrir á 98. fundi umhverfis- skipulags og náttúrunefndar þann 07. maí 2019.
Tillaga að breyttum texta í greinagerð felst í hæðarkóta parhúsa við Garðavelli 1,3,5,7,9 og 11 og Krossvelli 2 merkt á deiliskipulagstillögu byggingarreitir E3 og S1.
Að öðru leiti gilda skilmálar eldra deiliskipulags sem samþykkt var þann 03.08.2005 m.s.br.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

3.Br.aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030-Korpulína

1905011

Korpulína-jarðstrengur (132kv) frá Geithálsi að tengivirki við Korpu.
Niðurfelling háspennulínu (loftlínu) og breytt lega Rauðavatnslínu.
Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu sem liggur við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengur færður í jörð og lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Korpulínu.

4.Umsögn um frumvarp og þingsályktun vegna breytingar á raforkulögum og uppbyggingu flutningskerfis raforku, 792-791-782 mál.

1904036

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbygginguflutningskerfis raforku), 792. mál.
Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál

5.Fimm ára samgönguáætlun 2020-2024-Hafnarframkvæmdir

1905014

Vegagerðin hefur hafið undirbúning á fimm ára samgöngunáætlun samkvæmt hafnarlögum nr. 61/2003 og lög um sjóvarnir nr. 28/1997 tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþáttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda inn framlagða umsókn til Vegagerðar ríkisins um framlag til sjóvarna í sveitarfélaginu sbr.5 gr. sjóvarnarlaga nr. 28/1997.

6.Br.aðalskipulag Akraness-Tjaldsvæði-Kalmansvík

1905016

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 um nýtt deiliskipulag fyrir tjaldsvæði í Kalmansvík.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 um nýtt tjaldsvæði í Kalmansvík.

7.Reiðvegur-athugasemd

1905019

Ábendingar vegna ástand reiðvega í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa er falið að senda erindið til Vegagerðar ríkisins og reiðveganefndar hestamannafélagsins Dreyra hvað varðar úrbætur á svæðinu.

ÁH vék af fundi.

8.Fyrirspurn vegna starfsleyfi og úrgang frá þauleldi að Melum

1905023

Fyrirspurn frá landeigenda að Melaleiti til Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis og úrgangs frá þauleldi á Melabökkum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar