Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

50. fundur 21. janúar 2015 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Ósk Áskellsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Ólafur Melsted embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir nefndarmaður
Dagskrá
Formaður setti fundinn og bauð nýjan umhverfis- og skipulagsfulltrúa, Ólaf Melsted, velkominn til starfa. Einnig þakkaði hún Sigurbjörgu Ósk Áskelsdóttur, fyrrverandi skipulagsfulltrúa, kærlega fyrir vel unnin störf og samstarfið.

ÓIJ afboðaði sig með skömmum fyrirvara og var ekki boðaður varamaður í hans stað.

1.Leirutröð 3 - Ósk um lögbýli

1412024

Erindi barst frá Sigurbirni Inga Sigurðssyni dags. 13.12.2014, er varðar Leirutröð 3 í frístundabyggðasvæði í land Beitistaða, þar sem óskað er eftir að landspildu verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði og kjölfarið gert að lögbýli. Umrædd frístundabyggð er 20.8 ha að stærð með 20 frístundalóðum. Samkvæmt skipulagi er ekki gert ráð fyrir heilsársbúsetu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila ekki breytingu aðalskipulags á þeim forsendum að í deiliskipulagi kemur skýrt fram að ekki sé gert ráð fyrir heilsársbúsetu. Einnig er kveðið á um það í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr.6.2 lið h, er fjallar um frístundabyggð, að föst búseta er óheimil í frístundabyggð.

2.Endurvinnslukort

1501011

Borist hefur erindi frá Náttúran er ehf. um endurvinnslukort á landsvísu og sérþjónustu fyrir sveitarfélög.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi kynnti erindi Náttúru ehf.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.

3.Seyra nýtist í landgræðslu

1501004

Erindi barst frá Landgræðslunni 8.des.2014 varðandi seyru í landgræðslu. Sveitarfélagið Ölfus og Landgræðslan hafa rætt um notkun seyru úr rotþróm í landgræðslu.
Lagt fram til kynningar.

4.Skipanes, framkvæmdaleyfi sjóvörn

1409054

Niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir dags. 22.12.2014 er varðar það hvort að framkvæmd sé líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Niðurstaðan er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar lögð fram og kynnt. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynningu fyrir landeiganda Skipaness og Skipaness 2, sbr. 5. mgr. 13. gr. og 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Skipulagsdagurinn 2014

1406036

Farið yfir breytingar sem gerðar voru á skipulagslögum í maí 2014.

6.Steinsholt vatnsleiðsla

1501010

Jakob Svavar Sigurðsson 3107754369 , óskar eftir styrk úr styrktarsjóði vegna efndurbóta á vatnsleiðslum. Heildarupphæð framkvæmdarinnar er kr. 407.329;-
Sótt er um styrk eftir að framkvæmdum er lokið. Nefndin samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að verða við umsókn bréfritara og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, enda er verkið í fullu samræmi við reglur sjóðsins.

7.Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

1306002

Auglýsing um tillögu að nýju svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040, sbr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdafrestur er 2. febrúar 2015. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu ssh.is/2040.
Málin rædd. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn í samvinnu við nefndarmenn fyrir 2. febrúar n.k.

8.Tillaga að Landskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar.

1501002

Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 19. des. 2014 er varðar tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skipulagsstofnun óskar umsagnar sveitarfélagsins, frestur til athugasemdar er til 13. feb. 2015.
Málin rædd. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn í samvinnu við nefndarmenn fyrir 13. febrúar n.k.

9.Ölver 9 - Viðbygging

1401018

Óveruleg breyting á deiliskipulagi. Um er að ræða stækkun á sumarhúsi um 25 fm. Núverandi sumarhús er 55 fm. Engir skilmálar fylgja gildandi deiliskipulagi og gildir reglugerð frá 1992 er heimilar 60 fm. hús á frístundalóð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Ölveri 5, 6, 17 og 26. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

10.Umsókn Fjarðarskeljar um tilraunaleyfi fyrir kræklingarækt við Saurbæ í Hvalfirði.

1501001

Erindi hefur borist frá Matvælastofnun dags. 18. des. 2014 er varðar umsókn Fjarðarskeljar um tilraunaleyfi kræklingaræktar við Saurbæ í Hvalfirði. Óskað er umsagnar sveitarfélagsins.Gögn lögð fram og kynnt.
USN nefnd felur formanni og umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna umsögn fyrir 1. febrúar n.k. í samræmi við ábendingar nefndarmanna.

11.Stofnun lóða úr Gröf - Akur - Melhagi 2 - Jaðar

1405047

Á 40. fundi USN nefndar þann 26. maí 2014 var lagt til að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægju samþykki eigenda aðliggjandi lands. Þau gögn hafa nú borist.
USN nefnd leggur við sveitastjórn að heimila stofnun 3 lóða úr landi Grafar lnr. 133629, Melhagi 2, stærð 1.4 ha og mun sameinast Melhaga lnr. 200319, Jaðar, stærð 2.3 ha, skilgreind sem íbúðarhúsalóð, Akur, stærð 0.7 ha, skilgreind sem annað land. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12.IGF - Sorp - framlenging á samning

1501015

Samningur sveitarfélagsins við IGF rennur út í ágúst, í samningi er ákvæði um það að hægt sé að framlengja samning um tvö ár í senn. Sveitarfélögin á svæðinu er með sameiginlegan samning við IGS og umræða hefur skapast um það meðal sveitarfélagana hvort það ætti að nýta það ákvæði.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að nýta ákvæði í samningnum við Íslenska Gámafélagið og framlengja hann um eitt ár.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 31

1501003F

Lagt fram og samþykkt

14.Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í Hvalfirði.

1411030

Ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna útgáfu starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð ehf. í Hvalfirði barst sveitarfélaginu þann 19. jan. sl.
USN nefnd vann að umsögn til Umhverfisstofnunar milli funda. Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar