Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

45. fundur 24. september 2014 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
  • Sigurbjörg Ósk Áskellsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags.

1409020

Á 44. fundi USN nefndar var málinu frestað til næsta fundar.
Skipulagsfulltrúi og formaður fóru yfir landnotkunarflokka í aðalskipulagi og nokkur atriði sem verið hafa í umræðunni um breytt aðalskipulag.
Nefndarmönnum falið að kynna sér gildandi aðalskipulag fyrir næsta fund.

2.Deiliskipulag Melahverfis

1409031

Á 44. fundi USN nefndar var málinu frestað til næsta fundar.
Skipulagsmál í Melahverfi voru rædd með breytt skipulag í huga og framtíðarbyggð í hverfinu.
Nefndin telur brýnt að hefja gatnagerð í Melahverfi II til að auka framboð lóða í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að meta hvort framkvæmdir við gatnagerð geti hafist á árinu 2015. Jafnframt beinir USN-nefnd því til sveitarstjórnar að hugað verði að framtíðarstaðsetningu leikskóla í hverfinu.

3.Ytri Hólmur, framkvæmdaleyfi sjóvörn

1409055

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi sjóvarnar í landi Ytri Hólms 1. Umrædd framkvæmd er innan gildandi deiliskipulags íbúðalóða. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir vegslóða né umræddri sjóvörn.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Býlu 1, 3 og 5 og landeiganda Ytri Hólms I.

4.Ytri Hólmur, framkvæmdaleyfi sjóvörn

1409055

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi sjóvarnar í landi Ytri Hólms I. Um er að ræða sjóvarnarverkefni í Hvalfjarðarsveit samkvæmt samþykktri samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir nýrri sjóvörn við íbúðalóðir Býlu í landi Ytri Hólms I, allt að 100 m langri, heildarmagn grjóts og sprengds kjarna er um 1500 m3. Lagður verður burðarhæfur slóði, 70 m langur og 4 m breiður, frá vegi Býlu 1 að sjóvörn, heildarmagn burðarhæfs efnis í slóða er áætlað 170 m3.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu umsókn framkvæmdaleyfis sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum Býlu 1, 3 og 5 og landeiganda Ytri Hólms I.

5.Skipanes, framkvæmdaleyfi sjóvörn

1409054

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi sjóvarnar í landi Skipanes. Um er að ræða sjóvarnarverkefni í Hvalfjarðarsveit samkvæmt samþykktri samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir nýrri sjóvörn við Skipanes, allt að 200 m langri, heildarmagn sprengds kjarna er um 1500 m3. Lagður verður burðarhæfur slóði, 50 m langur og 4 m breiður, frá plani við Skipanes II að sjóvörn, heildarmagn burðarhæfs efnis í slóða er áætlað 100 m3. Framkvæmdasvæðið er á friðlýstu svæði Grunnafjarðar sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 548/1994.
Lagt er til að umsögn frá umsjónarnefnd friðlands Grunnafjarðar liggi fyrir um fyrirhugaða framkvæmd sem og niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu framkvæmdarinnar, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, viðauki II.
Afgreiðslu málsins frestað þar til framkvæmdaraðili hefur aflað ofangreindra gagna.

6.Tillögur Mannvirkjastofnunnar að reglugerð um starfsemi slökkviliða.

1409015

Á 44. fundi USN nefndar var byggingarfulltrúa falið að yfirfara framkomin drög og koma á framfæri athugasemdum ef einhverjar eru fyrir tilskilinn frest.
Byggingarfulltrúi greindi frá drögum að reglugerð um starfsemi slökkviliða sem er í umsagnarferli og fór yfir minnisblað um framkomin drög. Einnig upplýsti byggingarfulltrúi um nauðsynlegan búnað sem Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar vantar m.t.t draga að búnaðarlista skv. leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar.
Nefndin telur mikilvægt að sveitarstjórn kynni sér drög að reglugerð sem og minnisblað byggingarfulltrúa.

7.Fjárhagsáætlun 2015-2018 undirbúningur

1405016

Á 44. fundi USN nefndar var málinu frestað til næsta fundar.
Byggingafulltrúa falið að senda nefndarmönnum nauðsynleg gögn fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar