Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

98. fundur 07. maí 2019 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Brynja Þorbjörnsdóttir
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá verkfræðistofnunni EFLU fara yfir drög að skipulagslýsingu og stöðu mála.
Erna Bára Hreinsdóttir, Pálmi Þór Sævarsson og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir mættu frá Vegagerð ríkisins.

Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá verkfræðistofnunni EFLU og fóru yfir drög að skipulagslýsingu og stöðu mála.

Erna Bára Hreinsdóttir, Pálmi Þór Sævarsson og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir frá Vegagerð ríkisins fóru þau helstu lög og reglugerðir sem koma að samgöngumannvirkjum. Farið var yfir samgönguáætlun fyrir þjóðveg 1 í Hvalfjarðarsveit og ýmis mál sem viðkemur aðkomu og gerð nýrra áningarstaða, náma, reiðvega, hjólaleiðum og endurskoðun gatnamóta og afleggjara.

USN nefnd mun afgreiða skipulagslýsingu til auglýsingar á næsta fundi.

2.Umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum(EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl), 775. mál.

1904029

Óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum(EES-reglur, stjónvaldssektir
ofl).

3.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93-2017, um breytingu á IV. viðauka(Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777.mál.

1904022

Óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr.
93/2017, um breytingu á IV. viðauka(Orka) við EES-samninginn(þriðji orkupakkinn).
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að árétta við Alþingi og ríkisstjórn Íslands að leita eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans og senda málið aftur til EES- nefndarinnar vegna lögformlegra fyrirvara og undanþága.
Mikilvægt er að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga.

4.Br-aðalskipulagi-Reykjavíkur-2010-2030-Sjómannaskólareitur

1904034

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Sjómannaskólareit (þ32), Veðurstofuhæð (þ35).
Breytt landnotkun og fjölgun íbúða.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030-Sjómannskólareitur (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35).

5.Garðavellir 1 og 3 - Breyting á DSK - Hámarkshæð húsa

1905008


Um er að ræða breytingu á hæðarkóta þaks á Garðavöllum 1-3 sem er 4.5 m. Það er mesta mænishæð frá gólfplötu á lóð E3 sbr. deiliskipulag 27.11.2017.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu, skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Mænishæð frá aðalgólfi verður 4.98 m í stað 4.5 m. Einnig verður hæðarkóti að Krossvöllum 2 sem er með gólfkóta 8.3 m, sbr deiliskipulag, hækkaður í 8.4 m.
Hámarkshæðarkóti þaks að Krossvöllum 2 er 15.45 m, sbr deiliskipulag 27.11.2017, en verður 15.55 m.


6.Narfastaðaland skipulag

1812012

Deiliskipulagstillaga garðyrkjubýlis í Narfastaðalandi 4. (L203958) í Hvalfjarðarsveit.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli, þ.e íbúðarhús, geymslu og gróðurhús. Stærð landsins er 28.3 ha en deiliskipulagið nær yfir hluta þess, þ.e. 6.036 m².

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja og auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr: 203958). sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr 123/2010.

7.Sjávartröð 5 - Sumarhús

1812018

Óskað er eftir breytingu á staðsetningu sumarhúss á sumarhúsalóðinni Sjávartröð 5, L213148.
Um er að ræða 2,5 m tilfærslu út fyrir byggingareit.
USN nefndar frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

8.Gröf - Gröf 3 - Samrunni lóða

1904010

Ruth Hallgrímsdóttir, kt. 270136-4789 og Jón J. Eiríksson, kt. 240134-5359 óska eftir að íbúðarhúsalóðin Gröf 3 L211667 sameinist landbúnaðarlandinu Gröf L133629.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna íbúðarhúsalóðina Gröf 3 L211667 og sameinist landbúnaðarlandinu Gröf L133629.

9.Framkvæmdasjóður ferðamannastaðir - 2019

1810045

Rökstuðningur fyrir ákvörðun Framkvæmdasjóðs ferðamanna um synjun um styrk vegna uppbyggingar á Glymssvæðinu.

Lagt fram.

10.Dragháls

1809044

Farið yfir stöðu mála vegna stöðvun óleyfisframkvæmda við Draghálsá.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar