Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

93. fundur 04. desember 2018 kl. 14:30 - 17:10 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
  • Svenja Neele Verena Auhage 1. varamaður
Starfsmenn
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ragna Ívarsdóttir
Dagskrá

1.Kerfisáætlun 2019-2028

1811101

Kerfisáætlun 2019-2028, athugasemdafrestur 19. desember 2018
Umhverfis- og Skipulagsfulltrúa er falið að gera umsögn í samræmi við umræðuna á fundinum samanber línulögn á láglendi, lagningu jarðstrengja og fyrningu á eldri línum. Umsögninni skal skilað fyrir 19. desember n.k.

2.Samgöngufélagið - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019 - 20333

1811100

Umsögn Samgöngufélagsins um þrjú málefni sem varða Vesturland
Lagt fram til kynningar.

3.Melahverfi 2 - Breyting á deiliskipulagi - Skógræktarsvæði

1811099

Kanna þarf kosti þess að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi í Melahverfi. Enduskoða þarf svæðið í heild sinni og aðlaga breyttum forsendum frá því að deiliskipulagið var unnið.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða deiliskipulag fyrir Melahverfi II.

4.Stóra Botnsland - Fyrirspurn - Byggingarleyfi - Hákon

1811044

Fyrirspurn er varðar byggingu sumarbústaðar í landi Stóra Botnslands, lnr. 133508. Spurt er um afstöðu USN-nefndar og sveitarstjórnar.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfritara. Nefndin fer fram á að landeigendur geri deiliskipulag fyrir svæðið.

5.Melaleiti - skógrækt

1811039

Salvör Jónsdóttir tilkynnir sveitarfélagið um skógræktaráform á jörðinni Melaleiti landnr 133787 í Hvalfjarðarsveit
Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerð ríkisins fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin telur ekki ástæðu til að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010.

6.Aðalskipulag Akranes, breyting miðsvæði

1812001

Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreyting Akraness
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes, breyting miðsvæði.

7.Stóri-Lambhagi - L133653 - Skemma-Hesthús

1809042

Grenndarkynningu lokið. Fyrir liggur undirritun aðliggjandi lóðarhafa, engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar.

8.Brekku - breyting á deiliskipulagi

1803026

Ný gögn koma á mánudag
Málinu frestað.

9.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

1801036

Umsögn skipulagsstofnunar lagt fram
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Breyting í kafla 4 í greinargerð um frístundabyggð.
Nefndin telur að þær ábendingar sem bárust í lýsingarferli málsins séu þess eðlis að ekki sé fært að halda áfram með málið á þeim grunni sem unnið hefur verið með.

USN nefnd bendir á að framundan er vinna við nýtt Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Í þeirri vinnu þarf að liggja fyrir hver stefnumörkun sveitarfélagsins er hvað varðar gististaði í frístundabyggð.

10.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23

1706026

Endanleg útgáfu til afgreiðslu
Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á deiliskipulagi Kjarrás 19,21 og 23.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

11.Brekka III - stofnun lóðar

1809037

Grenndarkynning vegna stofnun lóðar í landi Brekku III, erindið var tekið fyrir á fundi 5.október sl. svar hefur borist frá Ríkiseignum og engar athugasemdir gerðar við stofnun lóðar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Efni síðunnar