Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

92. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá
Einnig sat fundinn nýr skipulags- og umhverfisfulltrúi Bogi Kristinsson.

1.Litla-Fellsöxl 3 - Sumarhús

1811005

Helgi Ólafsson, kt. 050267-4589, sækir um byggingarleyfi fyrir 99,4 fm sumarhús á Litlu-Fellsöxl 3, lnr.133642. Fyrir var sumarhús sem búið er að fjarlægja.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir landeigendum aðliggjandi lóða.

2.USN - fjárhagsáætlun 2018

1811009

Umræður um fjáhagsáætlun varðandi umhverfis- og skipulagsmál
Drög að fjárhagsáætlun USN nefndar lagt fram.

3.Framkvæmdaleyfi - flæðigryfja

1811008

Umsókn Norðuráls er varðar framkvæmdarleyfi
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið.
USN nefnd óskar eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

4.Stóri Botn - fyrirspurn er varðar byggingarleyfi

1811002

Fyrirspurn er varðar byggingu sumarbústaðar í landi Stóra- Botns. Spurt er um afstöðu nefndar- og sveitarstjornar.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags - og byggingafulltrúa að svara bréfritara.

5.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn

1811004

Verklýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2013, Sundahöfn
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

6.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g, Múlar -Suðurlandsbraut

1811003

USN nefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

7.Aðalskipulag- Breyting í kafla 4 í greinargerð um frístundabyggð

1710021

Skipulagsstofnun og hönnuður mætur á fund kl. 15.
Umræður.
Starfsmenn Skipulagsstofnunar Hafdís Hafliðadóttir og Óttar B. Óskarsson mættu á fundinn og kynntu helstu atriði og reglur sem gilda um slíka breytingu sem um ræðir. Auk þess mætti á fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir frá Landlínum.
USN nefnd þakkar starfsmönnum Skipulagsstofnunar og Sigurbjörg fyrir komuna.

USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti á Skipulagstofnunar á auglýstri lýsingu, dagsettri 23. ágúst s.l, vegna fyrirhugaðrar aðlskipulagsbreytingar á frístundasvæðum í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

8.Aðalskipulagsbreyting - Akraneshöfn

1810048

Breyting á Aðalskipulagi Akraness. Endurbygging og lenging aðalhafnargarðs. Hafnargarður Skarfatangahafnar felldur út úr aðalskipulagi.
USN nefnd gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Akraness, hafnarsvæði.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

9.Fundarboð. Ársfundur Umhverfisstofnunar, 8. nóvember 2018

1810041

Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldinn 8. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar