Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

90. fundur 04. september 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Leirutröð 3 - Beiðni um breytingu á skipulagi

1808005

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindi bréfritara miðað við gefnar forsendur.
Í skipulagslögum nr. 123/2010 2. gr segir: " frístundabyggð: svæði fyrir frístundahús, þ.e byggð sem ekki er ætluð til fastrar búsetu."
Þar að auki er erindið ekki í samræmi við þá stefnu sem USN nefnd hefur sett sér í skipulagsmálum.

2.Hvalfjarðargöng L179867 - Niðurrif - Mhl.02 03

1808044

Spölur ehf., kt. 511295-2119 sækir um leyfi til niðurrifs á mhl.02 og mhl.03 á landnúmeri 179867. Um er að ræða tollskýli og eru þau bæði 3 fm. Húsin ásamt umferðareyjum verða rifin og malbikað yfir.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

3.Aðgerðaráætlun - Umhverfis-, skipulags- og nátturuverndarnefnd

1808052

Aðgerðaráætlun umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar
Málið er áfram í vinnslu nefndarinnar.

4.Beiðni um umsögn - Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki - frummatsskýrsla í kynningu

1808001

Umhverfisfulltrúi lagði fram drög að umsögn.
USN nefnd samþykkir að vísa umsögninni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

1801036

Minnispunktar frá fundinum 23. ágúst 2018. Lagt fram til kynningar.

6.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19, 21 og 23

1706026

Svarbréf frá eigendum Kjárrási 19, 21 og 23 lagt fram til kynningar

7.Krossland - fyrirspurn um lóð

1808054

Fyrirspurn er varðar breytingar á landnotkun á deiliskipulagi.
USN nefnd getur ekki orðið við erindi bréfritara þar sem beiðnin samræmist ekki gildandi skipulagi.
Í gildandi skipulagi er umrædd lóð skipulögð fyrir fráveitumannvirki en ekki íbúðarhús þar sem lóðin stendur of nálægt sjó, er utan gatnakerfis og samræmist ekki götumynd svæðisins.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.8.Svæðiskipulagsbreyting á höfuðborgarsvæðinu - Vaxtarmörk Álfsnes

1808029

USN nefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á svæðiskipulagi á höfuðborgarsvæðinu 2040 - Vaxtarmörk Álfsnes

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

9.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík

1808034

USN nefnd gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

10.Skipulagsdagurinn 2018

1808051

USN nefnd mun senda fulltrúa á Skipulagsdaginn sem haldinn verður 20. september n.k.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar