Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

88. fundur 03. júlí 2018 kl. 15:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd, kosning

1806045

Kosning í nefndina
Formaður: Daniel Ottesen
Varaformaður: Guðjón Jónasson
Ritari: Ása Hólmarsdóttir

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Fundartími: 1. þriðjudagur í mánuði kl. 16.

2.Galtarlækur 2 - Mhl.01 - Viðbygging

1806036

Brynjólfur J. Hermannsson, kt. 310368-3939 sækir um 35 fm viðbyggingu við íbúðarhús á Galtarlæk 2, L197546, F2237691. Um er að ræða viðbyggingu úr timbri.
USN nefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum Galtalækjar.

3.Stóri-Lambhagi 2

1806039

María Lúísa Kristjánsdóttir sendi inn erindi er varðar rekstrarleyfi vegna tjaldsvæðis við Stóra-Lamhaga 2
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna beiðnar um rekstur tjaldsvæðis að Stóra Lambhaga 2 miðað við áður gefnar forsendur í erindi bréfritara.


ÁH tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

4.Umsögn - Akraneshöfn - endurbætur á Aðalhafnargarði

1807002

Beiðni um umsögn varðandi endurbætur á Akraneshöfn.
Umsagnarfrestur 18. júlí 2018
USN nefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir lengri fresti til umsagnar.

5.Tilkynning um skógrækt - fyrirspurn

1805024

Fleiri upplýsingar varðandi framkvæmdaleyfið hafa borist, málið var áður á dagskrá nefndarinnar 16. maí 2018 og var afgreiðslan eftirfarandi:
Faxaflóahafnir tilkynna um skógrækt og óska eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2013 sé krafist.
USN nefnd telur að umrædd framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld.
USN nefnd óskar eftir nánari upplýsingum um útreikning kolefnisjöfnunar sem vísað er til í fyrirspurn Faxaflóahafna.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna fyrir viðeigandi aðilum vegna málsins.
Framkvæmdaraðili hefur sent inn umbeðin gögn og grenndarkynning í ferli.
Afgreiðslu málsins frestað.

6.Framkvæmdaleyfi - Faxaflóahafnir, lóðargerð á Klafastaðavegi 9c , Klafastaðavegi 16 b og hækkun v. hafnarbakka

1807001

Faxaflóahafnir sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lóðargerð á Klafastaðavegi 9, Klafastaðavegi 16 og hækkun baksvæðis við hafnarbakka.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi.

7.Grundartanga - deiliskipulagsbreyting

1806002

Faxaflóahafnir leggja inn tillögu um breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæðis, vestursvæði.
Áframhaldandi deiliskipulagsvinnu sem meðal annars felur í sér stækkun skipulagssvæðisins til vesturs, eða allt að þjóðvegi nr 1. Útvíkkun á losunarsvæði núverandi flæðigryfja, semeining lóða, lagfæring á númeraröð lóða við Klafastaðaveg, staðsetning spennistöðvar við Klafastaðaveg.
USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið.

USN nefnd kallar jafnframt eftir framtíðarsýn landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

8.Krossland eystra - Mhl.01 - Vélageymsla

1805021

Skagastál efh sækir um byggingarleyfi fyrir 1.650 fm vélageymslu á landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stálgrindarhús.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 16. maí og var afgreiðslu erindis frestað.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.

9.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23

1706026

Jón Helgi Egilsson sækir um breytingu á deiliskipulagi. Sótt er um að sameina helming lóðar Kjarrásar 21 annas vegar við Kjarrás 19 og hinsvegar við Kjarrás 23. Byggingarreitur Kjarrásar 21 verður felldur niður. Ekki er sótt um breytingar á byggingarreit Kjarrásar 19 og 23.
Athugasemdir bárust frá Vesna Djuric, Hlyni Haraldssyni og Alicja Zbikowska, og Jóhannesi Ágústssyni og Kristjönu Ingvarsdóttur.
Málið var áður á dagsskrá nefndarinnar 16. maí og var eftirfarandi bókun gerð: USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fá álit lögmanns sveitarfélagsins á þeim athugasemdum sem bárust.
Afgreiðslu frestað.
Innsendar umsagnir lagðar fram.
USN nefnd frestar afgreiðslu þar sem beðið er eftir hluta umbeðinna umsagna er málið varðar.

10.Adalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn

1806040

Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.

11.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi

1806044

Breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
USN nefnd frestar erindinu til næsta fundar.

12.Narfastaðir - nýtt deiliskipulag

1709003

Auglýsingatíminn er búinn og engar athugasemdir bárust.
Lagt fram til kynningar
USN leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með fyrirvara um að öflun neysluvatns á svæðinu sé tryggð. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

13.Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2019 - Heildarendurskoðun

1806047

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, Heildarendurskoðun
Beðið er um umsögn fyrir 14. júlí nk.
USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn.

14.Stjórnsýlukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur

1806042

Stjórnsýslukæra vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni í Svarfhólsskógi
Skipulagsfulltrúi kynnti málið fyrir nefndarmönnum.


15.Fyrirspurn - Stækkun athafnasvæðis Skógræktarfélags Akraness við Slögu

1806043

Fyrirspurn er varðar stækkun athafnasvæðis Skógræktarfélags Akraness á svokölluðu Slögu svæði.
USN nefnd fer fram á við bréfritara, umhverfisstjóra Akraneskaupsstaðar, að svæðið sem heild verði deiliskipulagt, þ.e skógræktarsvæði, skotæfingasvæði og moldartippur.

16.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - Erindisbréf 2018

1806046

Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar