Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

84. fundur 08. febrúar 2018 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
  • Ómar Örn Kristófersson varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Eystra-Súlunes 1 - Sameining lóða - Eystra-Súlunes

1801013

Eigandi Helgi Bergþórsson, kt. 060446-3349 óskar eftir að sameina íbúðarhúsalóðina Eystra-Súlunes 1, lnr. 191021 við jörðina Eystra-Súlunes, lnr. 133736.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.

2.Gerði - Stofnun lóðar - Gerði II

1801014

Á 80. fundi USN nefndar sem haldinn var þann 14.09.2017 og 249. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 26.09.2017, var samþykkt að heimila stofnun lóðar úr landi Gerðis. Umsækjandi óskar eftir að nýja lóðin heiti Gerði II.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.

3.Vallanes 1a - Viðbygging - Mhl.02

1801001

Þórður Magnússon, kt. 010657-3939 óskar eftir stækkun á núverandi íbúðarhúsi á Vallanesi 1a. Um er að ræða 67 fm stækkun og mun íbúðarhúsið verða 132,4 fm eftir stækkunina.
USN felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið til eiganda Vallarness, Sólholts, Herdísarholts og Herdísarholts IV.

4.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

1801036

Haldinn var vinnufundur með sveitarstjórn þann 14. desember s.l. þar sem farið var yfir skipulagsmál og rekstrarleyfi gistingar í frístundabyggðum.
Landlínur hafa verið fengnar til að fara yfir málið.
Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að fara í breytingar á greinargerð með Aðalskipulagi vegna rekstrarleyfa í frístundabyggðum.

AH vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

5.Sorpgámamerkingar

1801037

Borið hefur á því að sorpgámar hafi verið rangt og illa merktir.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að ítreka við verktaka að sorpgámar séu rétt og greinilega merktir.

6.Erindisbréf fyrir umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar 2018

1802002

Drög að erindisbréf fyrir umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd lagt fram
Formanni falið að koma ábendingum til sveitarstjóra.

7.Framkvæmdaleyfi - HAB aðveituæð frá Berjadalsá að Kjalardal

1801033

Veitur ohf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna HAB aðveituæð frá Berjadalsá að Kjalardal.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gefið verið út framkvæmdaleyfi til endurnýjunnar á hitaveituæð. Ekki þarf að grenndarkynna framkvæmdaleyfið þar sem framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sbr. 13. gr skipulagslaga 123/2010. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

8.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin

1801034

Lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningu og skýrari afmörkun þess svæðis sem ákvæðin geta náð til.

9.Aðalvík - Geymsla

1710010

Sótt um byggingarleyfi fyrir 243 fm geymslu.
USN felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið fyrir eigendum Melhaga, Grafar og Galtarvíkur.

10.Kross - breyting á deiliskipulagi

1710018

Breyting á skipulagi var auglýst frá 20. desember til og með 1. febrúar.
Engar athugasemdur bárust við grenndarkynningu á deiliskipulagslýsingunni á kynningartíma.
USN nefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið.

11.Skorradalshreppur, kynning á breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

1801035

Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að svæði frístundabyggðsr er stækkað, eitt efnistökusvæði er tekið út, afmörkun tveggja annarra efnistökusvæða er breytt og vatnsból ásamt vatnsverndarsvæði er skilgreint.
Málið kynnt.

12.Skólastíg 3 - skipulagsbreyting, breytt notkun

1801019

Andri Björgvin Arnþósson, lögfræðingur sækir um breytingu á Aðalskipulagi fyrir hönd Latona Asset Management ehf.
Í núverandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem "svæði fyrir þjónustustofnanir" en óskað er eftir að skipulagið í kringum Skólastíg 3 verði breytt m.t.t. notkuna, m.a að fá húsið samþykkt sem gistiheimili.
Afgreiðslu frestað.
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

13.Narfastaðir - nýtt deiliskipulag

1709003

USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa nýtt deiliskipulag á Narfastöðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar