Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

79. fundur 15. júní 2017 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson varamaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Lulu Munk Andersen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Efnistaka - Framkvæmdaleyfi

1603034

Framhald máls.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa yfirlit yfir öll efnistökusvæði í sveitarfélaginu og gera landeigendum og/eða rekstraraðilum efnistökusvæða grein fyrir ábyrgð sinni og skyldum gagnvart lögum og reglugerðum.

2.Hugmynd um svæði fyrir frístundabúskap í nálægð við Melahverfi.

1504013

USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að skoða ýmsa þætti er tengjast skipulagsmálum og starfsemi frístundabúskapar sem er í nálægð við íbúabyggð.

3.Hvatning vegna verndunar Ramsarsvæðisins við Grunnafjörð og merkinga á svæðinu.

1705005

USN-nefnd þakkar góða og mikilvæga hvatningu vegna verndunar Ramsar-svæðisins við Grunnafjörð. USN-nefnd tekur undir mikilvægi friðunar svæðisins til framtíðar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda erindið á umhverfisnefndir Skýjaborgar og Heiðarskóla enda minnst á mikilvægi samstarfs við skólastofnanir þar sem mikið og gott umhverfisfræðslustarf er unnið á báðum stöðum. Þá felur nefndin skipulagsfulltrúa að koma á samráðsfundi með Grunnafjarðarnefnd og að lokum bendir USN nefnd á að fyrir nokkru síðan setti Umhverfisstofnun upp fræðsluskilti vegna Grunnafjarðar við Laxárbakka. Einnig hafa verið farnar fræðslugöngur um svæðið.

4.Umsögn- vegna frekari útvikkun á flæðugryfju

1706024

Í erindi Mannvits fyrir hönd Norðuráls og Elkem er er óskað eftir að tekið verði á breyttri lögun flæðigryfjanna í deiliskipulagi sem nú er í undirbúningi. USN nefnd telur nauðsynlegt að gera grein fyrir breytingunum í deiliskipulagi. Í erindi Skipulagsstofnunar er óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umfang flæðigryfjanna mun aukast um 5% en aðrar forsendur breytast ekki.
USN nefnd vísar í fyrri afgreiðslu og telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum.
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

5.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Lárus Ársælsson frá Mannviti fór yfir drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Hvalfjarðarsveit 2017 - 2022. Hann mun senda uppfærð gögn sem lögð verða fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

6.Framkvæmdaleyfi - áframhaldandi vinnu við hækkun hafnarbakki

1705022

Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn og framkvæmdin er í samræmi við skipulag.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

7.Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu

1706028

Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu - kynning stendur til 20. júní 2017.
Lagt fram.

8.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23

1706026

USN samþykkir að grenndarkynna breytinguna fyrir aðliggjandi lóðum.

9.Fyrirspurn - Eyraskógur 89 - breyting á deiliskipulagi

1706025

Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna málsins.

10.Akur 1 - Frístundarhús

1706023

Stefán Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi á Akri 1 í landi Grafar. Um er að ræða 179 fm einingarhús.
Lagt fram til kynningar.

11.Fellsendi - Vélaskemma

1706022

Skagastál ehf, Fellsenda sækir um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu á lóðinni Fellsenda, lnr. 133625. Um er að ræða 1.240 fm stálgrindarhús.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Breyttar heimildir um veitinga- og gististaði eftir landnotkunarsvæðum

1706029

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Breyttar heimildir um veitinga- og gististaði eftir landnotkunarsvæðum.
Lagt fram til kynningar.
Reykjavíkurborg býður til opins fundar um breytingartillögurnar 21. júní kl. 17.

13.Kynningarfundur - DMP-verkefni á Vesturlandi

1706027

Kynningarfundur vegna DMP (Destination Management Plan) þann 22. júní kl. 14.30 í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.
Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar