Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

76. fundur 23. mars 2017 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Dagur umhverfisins 2017

1703025

Formanni falið að ræða við skólastjóra Skýjaborgar og Heiðarskóla varðandi möguleika á samstarfsverkefni í tilefni dagsins, 24. apríl n.k.

2.Flokkun landbúnaðarlands

1512017

Fundargerð lögð fram.

3.Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - úthlutun 2017

1703026

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt Hvalfjarðarsveit 5.7 milljónir vegna verkefna við Glym í Botnsdal til framkvæmda á árinu 2017.
Formanni falið að vera tengiliður verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

4.Olíudreifing - meðhöndlun á olíumenguðum jarðvegi -

1702028

Borist hefur tillaga að starfsleyfi vegna meðhöndlunar á olíumenguðum jarðvegi í landi Lítla-Sands í Hvalfjarðarsveit. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði veitt jákvæð umsögn og bendir á að framkvæmdin sé ekki í samræmi við deiliskipulag á svæðinu frá 15. desember 2014.
Nefndin leggst gegn því að starfsleyfi vegna meðhöndlunar á olíumenguðum jarðvegi í landi Litla-Sands verði veitt.


Skipulagsfulltrúi ritar bókun.
ÁH, starfsmaður HeV, vék af fundi við umræður um málið.

5.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Undirbúningur vegna útboðs á sorphirðu í Hvalfjarðarsveit.
Skipulagsfulltrúa falið að afla gagna vegna undirbúnings útboðs og gera verðkönnun.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög),204. mál.

1703024

Ósk um umsögn varðandi frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

7.Vorhreinsun 2017

1702029

Skiplagsfulltrúa falið að vinna nánar reglur um vorhreinsun og senda nefndarmönnum til yfirlestrar milli funda.

8.Umsögn. Útvíkkun á flæðigryfjum á hafnarsvæði við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit

1701024

Niðurstaða um ákvörðun um matskyldu vegna stækkunar á flæðigryfju á Grundartanga barst frá Skipulagsstofnun fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum sem er samhljóða umsögn USN-nefndar.
Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála. Kærufrestur er til 25. apríl 2017.

9.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

Deiliskipulagið var auglýst frá 22. september til og með 2. nóvember 2016. Ábendingar bárust frá HeV, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Deiliskipulagið hefur verið lagfært í samræmi við framkomna ábendingar og leggur nefndin til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið í samræmi við skipulagslög 123/2010.

10.Garðavellir 4 - breyting á deiliskipulagi

1609049

Tillagan hefur verið auglýst frá 8. febrúar til og með 22. mars 2017
Deiliskipulagið var auglýst frá 8. febrúar til og með 22. mars s.l
Engar athugasemdir bárust.

11.Umsögn - Borgarlína, breytingar á aðalskipulagi

1703023

Óskað er eftir umsögn við breytingar á aðalskipulagi: Garðarbæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2030 og Seltjarnarnesbæjar 2015-2033.
Verkefnislýsing fjallar um að festa legu Borgarlínu, staðsetja helstu stöðvar og setja viðmið um uppbyggingu innan áhrifasvæðis þeirra.
Skipulagsfulltrúa falið að senda inn umsögn.

12.Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 - Elliðaárdalur, nýr hjólastígur

1703035

Skipulagsfulltrúa falið að senda inn umsögn.

13.Elkem - Umhverfisskýrsla 2016

1703021

Umhverfisskýrsla 2016
Skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsinga um aðkomu sveitarfélagsins, tilgang og markmið með samráðsfundum með Elkem og Norðurál og óska eftir fundargerð af samráðsfundi með Elkem frá 21. mars s.l.

14.Grundartangahöfn - Skipulag og starfsemi

1703022

Samantekt um skipulag og starfsemi á Grundartanga.
Ábendingar eru vel þegnar.

Formanni falið að senda inn ábendingar til Faxaflóahafna í samræmi við umræður á fundinum.

15.Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga - bæklingur

1703019

Leiðbeiningarhefti Skógræktar ríkisins, gefið út í samvinnu við Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar