Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

75. fundur 21. febrúar 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Kosning varaformanns USNnefndar

1702026

Guðjón Jónasson kjörinn varaformaður nefndarinnar.

2.Olíudreifing - meðhöndlun á olíumenguðum jarðvegi -

1702028

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands óskar eftir formlegum athugasemdum frá Hvalfjarðarsveit vegna tillagna að starfsleyfi fyrir meðhöndlun á menguðum jarðvegi innan girðingar í birgðastöð Olíudreifingar.
Umsagnarfrestur er til 17. mars n.k. Skipulagsfulltrúa er falið að afla frekari gagna.

3.Gátlisti - vegna framkvæmdaleyfa.

1702031

Samþykkt að útbúa gátlista vegna umsókna um framkvæmdaleyfi og útgáfu þeirra til að auðvelda og flýta fyrir ferli mála.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að gátlista og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar

1702030

Lögð fram drög að umhverfisstefnu fyrir Hvalfjarðarsveit. Formanni falið að vinna málið áfram.

5.Umsögn. Útvíkkun á flæðigryfjum á hafnarsvæði við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit

1701024

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn varðandi útvíkkun á flæðigryfjum á hafnarsvæði við Grundartanga.
Skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum til Skipulagsstofnunar í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsfulltrúa einnig falið að koma því á framfæri við Skipulagstofnun hvaða leyfum framkvæmdin er háð.

6.Sorpmál.

1702012

Undirbúningur vegna útboðs á sorphirðu í Hvalfjarðarsveit. Fyrir liggur að samningur við Íslenska Gámafélagið, vegna sorphirðu í Hvalfjarðarsveit rennur út 31. ágúst 2017. Nauðsynlegt er að hefja undirbúning vegna útboðs á sorphreinsun í sveitarfélaginu, enda verkefnið nokkuð að umfangi. Sveitarstjórn samþykkti 14. febrúar 2017 að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við USN-nefnd að hefja undirbúning verkefnisins
Skipulagsfulltrúa falið að afla gagna vegna undirbúnings útboðs og koma fyrirliggjandi gögnum til nefndarmanna.

7.Framkvæmdarleyfi - Brúarstæði á Þverá hjá Geitabergi

1701023

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi vegna breytingar á brúarstæði á Þverá hjá Geitabergi
Nefndin liggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið. Framkvæmdarleyfið verður gefið út samkvæmt 44. grein í skipulagslögum nr. 123/2010.

8.Lækur/Urriðaá - Endurnýjun aðveituæð, Framkvæmdarleyfi

1702004

Veitur ehf óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á HAB lögn frá Læk að Urriðaá
Nefndin liggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið.

9.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

USN-nefnd fer fram á að umsækjandi geri grein fyrir þeim athugasemdum sem borist hafa, frá Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Umhverfisstofnun, inn á deiliskipulag fyrir Hótel Hafnarfjall.

10.Deiliskipulag - vinnubúðir/gistibúðir í landi Lyngholts.

1606036

Borist hefur erindi dags. 16. júní 2016 frá Kristmundi Einarssyni varðandi ósk um skipulagsbreytingar á hluta lands Lyngholts.
USN-nefnd telur ekki forsendur til að fara í aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagbreytingu á hluta lands lögbýlisins Lyngholts að svo stöddu. Því leggur nefndin til við sveitarstjórn að hafna erindinu.

11.Kambshólslandi - breyting á deiliskipulagsskilmálum

1609045

Sótt er um breytingar á deiliskipulagi í landi Kambshóls. Breytingar felst í því að byggingarskilmálar svæðisins breytast.
Afgreiðslu frestað.

12.Samkomulag um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga.

1505002

Lagt fram til kynningar

13.Lífrænn úrgangur til Landgræðslu - tækifæri

1702027

Lagt fram til kynningar

14.Vorhreinsun 2017

1702029

Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að reglum um vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit fyrir næsta fund.

15.Ársskýrsla náttúrverndarnefndar 2016

1610021

Ársskýrsla
Ársskýrslan samþykkt.
Skipulagsfulltrúa falið að senda skýrsluna til sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar