Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

67. fundur 25. maí 2016 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
 • Guðjón Jónasson aðalmaður
 • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
 • Ólafur Melsted embættismaður
 • Sigurður Arnar Sigurðsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Vor/sumarhreinsun 2016

1602019

Á 66. fundi USN nefndar 26. apríl 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags og umhverfisfulltrúi lagði fram minnisblað varðandi vor7sumarhreinsun 2016. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna reglur í samræmi við umræður á fundinum. Ákveðið að hafa vorhreinsun með sambærilegum hætti og verið hefur."
Skipulags- og umhverfisfulltrúi lagði fram drög að reglum fyrir árlegri vor/sumarhreinsun. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2.Breyting á skipulagi - Digralæk Hvalfirði

1605029

Borist hefur fyrirspurn frá Birgi Jóhannessyni dags. 23.maí 2016 varðandi breytingu á skipulagi að Digralæk í Hvalfirði.
Framlagt. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara.

3.Framkvæmdaleyfi - Melahverfi 2, Brekkumelur og Háamelur

1605007

Borist hefur erindi frá Hvalfjarðarsveit varðandi framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar o.fl. að Brekkumel og Háamel.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Framkvæmdaleyfi - aðkomuvegur að Stóra-Lambahaga 2

1605009

Borist hefur erindi frá Arnbjörgu Karlsdóttur og Kristjáni B. Kristinssyni dags. 12. maí 2016 varðandi framkvæmdaleyfi vegna færslu vegar að gömlum útihúsum að Stóra-Lambhaga 2.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

1308017

Á 66. fundi USN nefndar 26. apríl 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur fundað með fulltrúum ráðgjafastofunnar Steinsholt ehf. og óskað eftir tilboði og tímaáætlun í vinnu við endurskoðun á landbúnaðarkafla aðalskipulags varðandi flokkun landbúnaðarlands. Skipulagsfulltrúa falið að kalla saman stýrihóp þegar umrædd gögn hafa borist."
Fundargerð stýrihóps lögð fram.

6.Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Vogabyggð (reitur nr. 37)

1605008

Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. maí 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2020-2030 Vogabyggð (reitur nr. 37).
Lagt fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugsemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

Á 66. fundi USN nefndar 26. apríl 2016 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með Skipulagsstofnun varðandi málið. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir umsögn Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofunar við deiliskipulagstillöguna.
Skipulagsfulltrúi hefur leitað eftir umsögnum Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Svar hefur borist frá Skipulagsstofnun, dagsett 19. maí s.l, þar sem segir " Að mati stofnunarinnar er það mikil aukning á fyrirhuguðu umfangi í ferðaþjónustu að það kallar á breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Að mati stofnunarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir einnig tilkynningaskildar til ákvörðunar um matskyldu sbr. tölulið 12.05 í viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Stofnunin mælir með að umhverfisskýrsla yfir aðal-og deiliskipulagsbreytinguna sé unnin með þeim hætti að hún nýtist einnig sem tilkynning."
Nefndin leggur til að farin verði sú leið sem Skipulagsstofnun mælir með.

Skipulagsfulltrúa falið að kynna umsækjanda umsögn Skipulagsstofnunar.

8.Geldingaáland - Stofnun lóðar.

1603002

Óskað er eftir stækkun á áður samþykktri lóð.
Þann 25.02.2016 var óskað eftir stofnun lóðarinnar, Geldingaálandi/Gandheimar, lnr. 133740, fnr. 221-3584. Um var að ræða 1200 m² íbúðarhúsalóð og var hún samþykkt á 65.fundi USN nefndar og 217.fundi sveitarstjórnar. Eigendur hafa óskað eftir stækkun á íbúðarhúsalóðinni og er ætlunin að hafa hana 11.042 m². Lögð hafa verið fram ný gögn.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Geldingaárland lnr. 133740 sem verður 11.042 fm. að stærð.

9.Geldingaárland - Íbúðarhús

1605024

Landeigendur á Geldingaárlandi, lnr. 133740 óska eftir byggingarleyfi fyrir 265,5 m² íbúðarhúsi með bílskúr á íbúðarhúsalóð í landi Geldingaá, lnr. 133740.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita byggingarleyfi. sbr. 3. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Ytra-Hólmsland - Hamar - Viðbygging

1605026

Eigandi Ytra-Hólmslands / Hamars, lnr. 189092, fnr. 225-0027 óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbygginu við núverandi íbúðarhús. Um er að ræða 36,5 fm stækkun sem mun hýsa bílskúr og anddyri.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Teigarás (lnr. 133718) og Lindás (lnr. 133705).

11.Ytri-Hólmsland - Nafnabreyting - Hamar - Lnr.189092

1605028

Eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Ytra-Hólmslandi, lnr. 189092, fnr. 225-0025 sækir um nafnabreytingu á lóðinni. Óskað er eftir því að lóðin heiti Hamar.
USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 gerir því ekki athugasemdir við breytinguna.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38

1605003F

 • 12.1 1407016 Bjarkarás 7 - Breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Umsýsla vegna breytingar á lóð kr. 16.100,-
  Heildargjöld kr. 16.100,-
 • 12.2 1603001 Björk - Ósk um nafnabreytingu - Gandheimar - Lnr. 197607
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Umsýsla vegna breytingar á lóð kr. 16.500,-
  Heildargjöld kr. 16.500,-
 • 12.3 BF050272 Eyrarskógur 93
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Lokaúttektargjald á sumarhúsi kr. 14.600,-
  Heildargjöld kr. 14.600,-
 • 12.4 1605003 Hjallholt 13 - Stöðuleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Stöðuleyfi til eins ár kr. 45.000,-
  Heildargjöld kr. 45.000,-
 • 12.5 1112023 Hlíð - Vélageymsla
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Afgreiðslugjald við móttöku umsóknar kr. 10.500,-
  Fermetragjald fyrir 101,1 m² x 300, samtals kr. 30.330,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 16.100,-
  Úttektargjald, 5 skipti kr. 52.500,-

  Heildargjöld kr. 109.430,-
 • 12.6 1502022 Hólabrú - Starfsmannaaðstaða - Vélaverkstæði
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 10.700,-
  Byggingarleyfisgjald 7,5 m², kr. 2.250,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 16.500,-

  Heildargjöld samtals kr. 29.450,-
 • 12.7 1104069 Kambshóll - Skemma - Endurbygging
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Byggingarleyfisumsókn hefur verið greidd að hluta til. Efirstöðvar eru:
  Afgreiðslugjald kr. 10.500,-
  Byggingarleyfisgjald 148 m² kr. 35.300,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 16.100,-
  Úttektargjald 3 skipti kr. -23.100,-
  Mæling fyrir húsi á lóð kr. 0,-
  Aukamæling fyrir húsi á lóð kr.
  0,-
  Lokaúttekt kr. 7.800,-
  Heildargjöld samtals kr. 46.600,-

  Samrýmist skipulagi og er samþykkt.
 • 12.8 1311016 Klafastaðavegur 12 - Stöðuleyfi gáma
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Framlenging á stöðuleyfi í eitt ár kr. 50.000 x 3 einingar, samtals kr. 150.000,-
  Heildargjöld kr. 150.000,-
 • 12.9 BF050166 Kúhalli 17 - Sumarhús og gestahús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Lokaúttektargjald kr. 14.600,-
  Heildargjöld kr. 14.600,-
 • 12.10 BF050099 Kúhalli 6 - Sumarhús og geymsla
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Lokaúttektargjald á sumarhúsi kr. 14.600,-
  Heildargjöld kr. 14.600,-
 • 12.11 1602039 Leynisvegur 6 - Iðnaðarhúsnæði
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 10.700,-
  Byggingarleyfisgjald 1.095 m², kr. 328.500,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 16.500,-
  Úttektargjald 20 skipti kr. 214.000,-
  Mæling fyrir húsi á lóð kr. 59.500,-
  Aukamæling fyrir húsi á lóð kr. 59.500,-
  Lokaúttekt kr. 59.700,-
  Heildargjöld samtals kr. 748.400,-

  Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 12.12 1604019 Litla Botnsland - Lnr.133297 - Rekstrarleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Úttekt vegna rekstrarleyfis kr. 10.500,-
  Heildargjöld samtals kr. 10.500,-
 • 12.13 1605012 Móar - Rekstrarleyfi - Endurnýjun
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:

  Afgreiðslugjald vegna umsóknar kr. 10.700,-
  Úttekt vegna rekstrarleyfis kr. 10.700,-

  Heildargjöld samtals kr. 21.400,-
 • 12.14 1311001 Norðurál - Gröf - Stöðuleyfi, umhverfisvöktun
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 38 Gjöld:
  Framlenging á stöðuleyfi til eins árs kr. 50.000,- Gröf
  Framlenging á stöðuleyfi til eins árs kr. 50.000,- Kríuvörður
  Heildargjöld kr. 100.000,-

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar