Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Vindorkugarður í landi Brekku - forsamráð
2201026
Fundargerð samráðsfundar.
Skipulagsstofnun leggur fram fundargerð frá samráðsfundi um vindorkugarð.
Skipulagsstofnun mun síðan birta fundargerðina á vefsíðu stofnunarinnar í samræmi við 3. mgr. 3. gr. reglugerðar um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1381/2021.
Skipulagsstofnun leggur fram fundargerð frá samráðsfundi um vindorkugarð.
Skipulagsstofnun mun síðan birta fundargerðina á vefsíðu stofnunarinnar í samræmi við 3. mgr. 3. gr. reglugerðar um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1381/2021.
Fundargerð samráðsfundar lögð fram.
2.Narfastaðaland 4 no. 2 - Íbúðarhús og stakstæð bílgeymsla
2202002
Erindi frá byggingarfulltrúa.
Með erindinu fylgdi byggingarleyfisumsókn og uppdrættir frá Grímu arkitektum, af nýju íbúðarhúsi, matshluti 01, stærð 192,3 m2 / 683,2 m3 ásamt bílgeymslu, matshluti 02, stærð 96,6 m2 / 325,2 m3, á lóð 4 nr. 2 í landi Narfastaða.
Heildarstærð beggja matshluta er 288,9 m2 og 1.008,4 m3.
Húsið verður forsteypt einingahús með sléttu pappaklæddu þaki.
Vegur verður lagður norðaustanvert við húsið og tengist hann aðkomuvegi svæðisins.
Allt skólp er leitt í viðurkennda hreinsistöð, staðsett á lóð í samráði við heilbrigðiseftirlit.
Landeignanúmer lóðar er 203957, stærð lóðar er 4,96 ha.
Á svæðinu eru verndaðar fornminjar og tekur byggingarreitur lóðarinnar mið af því. Innan lóðar eru minjar BO-103:004 skv. fornminjaskrá.
Með erindinu fylgdi byggingarleyfisumsókn og uppdrættir frá Grímu arkitektum, af nýju íbúðarhúsi, matshluti 01, stærð 192,3 m2 / 683,2 m3 ásamt bílgeymslu, matshluti 02, stærð 96,6 m2 / 325,2 m3, á lóð 4 nr. 2 í landi Narfastaða.
Heildarstærð beggja matshluta er 288,9 m2 og 1.008,4 m3.
Húsið verður forsteypt einingahús með sléttu pappaklæddu þaki.
Vegur verður lagður norðaustanvert við húsið og tengist hann aðkomuvegi svæðisins.
Allt skólp er leitt í viðurkennda hreinsistöð, staðsett á lóð í samráði við heilbrigðiseftirlit.
Landeignanúmer lóðar er 203957, stærð lóðar er 4,96 ha.
Á svæðinu eru verndaðar fornminjar og tekur byggingarreitur lóðarinnar mið af því. Innan lóðar eru minjar BO-103:004 skv. fornminjaskrá.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Narfastaða.
Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.
Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.
3.Viðhald upplýsinga á upplýsingaskiltum
2201025
Viðhald upplýsinga á upplýsingaskiltum í umsjá Vegagerðarinnar.
Hvalfjarðarsveit fékk fyrirspurn frá aðila sem hafði áhyggjur af röngum eða úreltum upplýsingum á upplýsingaskiltum meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu.
Beindi viðkomandi erindi sínu til sveitarfélagsins varðandi að uppfæra texa/upplýsingar á umræddum upplýsingaskiltum.
Í Hvalfjarðarsveit eru upplýsingaskilti m.a. við þjóðveg 1 við Hvalfjarðargöng, við útskot við gönguleið uppá Hafnarfjall, við Fossinn Glym, við Ferstiklu í Hvalfirði, við Hvalfjarðarveg þegar beygt er frá Þjóðvegi 1, skammt frá Laxá/Melahverfi.
Sveitarfélagið óskaði þann 11.janúar sl., eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um á hvers forræði viðhald á upplýsingum þessara upplýsingaskilta er.
Barst svar frá Vegagerðinni þann 24. janúar sl., en þar kemur fram að umrædd skilti séu á ábyrgð og forræði Vegagerðarinnar og að rétt sé að beina erindum vegna upplýsinga á umræddum upplýsingaskiltum til þess aðila sem fer með þessi mál hjá Vegagerðinni.
Hvalfjarðarsveit fékk fyrirspurn frá aðila sem hafði áhyggjur af röngum eða úreltum upplýsingum á upplýsingaskiltum meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu.
Beindi viðkomandi erindi sínu til sveitarfélagsins varðandi að uppfæra texa/upplýsingar á umræddum upplýsingaskiltum.
Í Hvalfjarðarsveit eru upplýsingaskilti m.a. við þjóðveg 1 við Hvalfjarðargöng, við útskot við gönguleið uppá Hafnarfjall, við Fossinn Glym, við Ferstiklu í Hvalfirði, við Hvalfjarðarveg þegar beygt er frá Þjóðvegi 1, skammt frá Laxá/Melahverfi.
Sveitarfélagið óskaði þann 11.janúar sl., eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um á hvers forræði viðhald á upplýsingum þessara upplýsingaskilta er.
Barst svar frá Vegagerðinni þann 24. janúar sl., en þar kemur fram að umrædd skilti séu á ábyrgð og forræði Vegagerðarinnar og að rétt sé að beina erindum vegna upplýsinga á umræddum upplýsingaskiltum til þess aðila sem fer með þessi mál hjá Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar.
4.Umhverfismál í Melahverfi.
2106051
Umhverfismál í Melahverfi.
Framlagt erindi dags. 12.01.2022 frá Björgvin Þorleifssyni og Hannesínu Ásgeirsdóttur, Lækjarmel 17 vegna umgengnismála, númerslausra bifreiða og óhóflegs tíma til byggingarframkvæmda.
Á 344. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 25.01.2022 var erindið tekið fyrir og samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til kynningar hjá USN-nefnd ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa um þau mál sem fram komu í erindinu.
Eftirfarandi var m.a. bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn getur að nokkru leyti tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í erindinu. Byggingarfulltrúi hefur verið að vinna að verkefninu og horfir það til betri vegar. Sveitarstjórn vill jafnframt hvetja alla íbúa og landeigendur í sveitarfélaginu til að huga að sínu nærumhverfi og leggjast á eitt um að bæta ásýnd og ímynd okkar ágæta sveitarfélags."
Framlagt erindi dags. 12.01.2022 frá Björgvin Þorleifssyni og Hannesínu Ásgeirsdóttur, Lækjarmel 17 vegna umgengnismála, númerslausra bifreiða og óhóflegs tíma til byggingarframkvæmda.
Á 344. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 25.01.2022 var erindið tekið fyrir og samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til kynningar hjá USN-nefnd ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa um þau mál sem fram komu í erindinu.
Eftirfarandi var m.a. bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn getur að nokkru leyti tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í erindinu. Byggingarfulltrúi hefur verið að vinna að verkefninu og horfir það til betri vegar. Sveitarstjórn vill jafnframt hvetja alla íbúa og landeigendur í sveitarfélaginu til að huga að sínu nærumhverfi og leggjast á eitt um að bæta ásýnd og ímynd okkar ágæta sveitarfélags."
Umhverfis-, skipulags og náttúruverndarnefnd þakkar bréfriturum fyrir erindið og ítrekunina. Nefndin tekur undir með bréfriturum að þörf er á úrbótum í umhverfis- og umgengnismálum í Melahverfi. Nefndin ræddi og fór yfir þá kosti sem eru í stöðunni til úrræða. Nefndin ráðgerir að endurskoða deiliskipulag fyrir Melahverfi m.a. með hertum áherslum um umgengni á lóðum.
Umhverfis- og skipulagfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Umhverfis- og skipulagfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032
1901286
Framhald vegna athugasemda við tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsuppdrætti og hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsuppdrætti og hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fór yfir þær athugsemdir og ábendingar sem bárust á auglýstum tíma. Alls bárust 54 athugasemdir og var farið yfir síðasta hluta þeirra.
Fundi slitið - kl. 18:00.