Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

151. fundur 12. janúar 2022 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá
Ragna Ívarsdóttir sat fundinn gegnum fjarfundarbúnað.

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Framhald vegna athugasemda við aðalskipulag.
Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsuppdrætti og hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd fór yfir þær athugsemdir og ábendingar sem bárust á auglýstum tíma.
Alls bárust 54 athugasemdir og var farið yfir um það bil þriðjung þeirra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar