Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

140. fundur 04. maí 2021 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Jóhanna Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Glymur- framkvæmdir fyrir árið 2020.

2009025

Framkvæmdaskýrsla Björgunarfélags Akraness vegna framkvæmda við Glym árið 2020.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd þakkar Björgunarfélagi Akraness fyrir greinargóða skýrslu um framkvæmdir sem voru unnar á árinu 2020. Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna að samkomulagi að áframhaldandi samstarfi við Björgunarfélagið um uppbyggingu og viðhald gönguleiða í nágrenni við fossinn Glym í samráði við landeigendur Stóra-Botns.

2.Narfabakki.

2101108

Umsókn um byggingarleyfi á lóð Narfabakka.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna samkvæmt 1.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd óskar eftir upplýsingum um öflun neysluvatns fyrir íbúðarhúsið á Narfabakka.

3.Akur 1 - Frístundahús

1706023

Ósk um breytta landnotkunn
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vísar málinu til frekari skoðunar við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

4.Neðstiás 3.

2104042

Erindi frá Effect teiknistofu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að svara bréfritara um að nefndin mun fara fram á grenndarkynningu á framkvæmdinni.

5.Melasveitarvegur 505-01.

2104026

Umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna Melasveitarvegar (505-01): Bakki - Svínabú, í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd frestar afgreiðslu málsins. Nefndin bendir á að ekki sé gert ráð fyrir reiðvegi í gögnum um framkvæmdaleyfi vegarins.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um gerð reiðvegar samhliða framkvæmdinni um lagningu bundins slitlags á Melasveitarvegi.



6.Melaleiti- breytt landnotkun.

2104055

Erindi frá landeigendum Melaleitis, ósk um breytingun á landnotkun.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vísar málinu til frekari skoðunar við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

7.Umhverfismál í Melahverfi.

2104058

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

8.Reiðvegir Hvalfjarðarsveit

2105003

Framkvæmdaáætlun-reiðvegir.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir upplýsingum frá hestamannafélaginu Dreyra um framkvæmdir á árinu 2020 og áætlun fyrir framkvæmdir árið 2021. Einnig leggur nefndin áherslu á að gerð verði áætlun um viðhald og nýgerð reiðvega í sveitarfélaginu til næstu ára.

ÁH tekur ekki þátt afgreiðslu málsins.

9.Hreinsunarátak 2021.

2103144

Hreinsunarátak-reglur
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd samþykkir breytingar á verklagsreglum um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.

10.Fellsendavegur-héraðsvegur

2012031

Fellsendavegur - Héraðsvegur
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd óskar eftir því við Vegagerðina að vegurinn verði á ný skráður sem héraðsvegur og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins að vinna málið áfram.

11.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.

2104031

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

12.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48-2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.

2104032

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

13.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.

2104033

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

2104037

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

15.Umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál.

2104038

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar