Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

58. fundur 20. ágúst 2015 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
  • Ólafur Melsted embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Grundartangahöfn - Tangabakki 3. áfangi - Framkvæmdaleyfi

1508011

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags. 28. júlí 2015 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Grundartangahöfn, Tangabakka, 3. áfanga, baksvæði hafnarbakka og fyllingar í lóð Klafastaðavegur 3, Grundartanga.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Breyting á rekstri Kratusar, Grundartanga. Beiðni um umsögn.

1508001

Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á rekstri Kratusar ehf. Grundartanga. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 11. ágúst 2015 og gerð var eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umsagnar USN nefndar."
USN-nefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða færslu skolgryfju á Grundartanga en skv. kafla 3.2 stefnir framkvæmdaraðili að því að fá leyfi fyrir færslu skolgryfju frá Helguvík og yfir á Grundartanga. USN-nefnd óskar eftir ítarlegri upplýsingum um hvað sú tilfærsla kemur til með að hafa í för með sér. Einnig bendir USN-nefnd á áminningar og kröfur um úrbætur frá Umhverfisstofnun vegna núverandi starfsemi og umgengni hjá Kratus, sjá heimasíðu Umhverfisstofnunar. USN-nefnd treystir sér ekki til að meta hvort eða á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum en telur eðlilegt að fyrirtækið bæti úr þeim frávikum sem Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við, áður en leyfi eru veitt til breytingar á rekstri Kratusar ehf.

3.Faxaflóahafnir - Framkvæmdaleyfi Grundartangi

1507033

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags. 14. júlí 2015 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lóðargerð að Leynisvegi 6, Grundartanga.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir lóðargerðinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en breyting á deiliskipulagi lóðarinnar hefur tekið gildi.

4.Skorradalshreppur - Breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

1507032

Borist hefur erindi frá Skorradalshreppi dags. 13. júli 2015 þar sem kynnt er breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin sem um er að ræða varðar frístundalóðir Hvammsskóga 18 og 20 í landi Hvamms sem breytt er í eina íbúðarlóð.
USN gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrir sitt leyti breytinguna.

5.Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

1308017

Á 56. fundi USN nefndar 16. júní 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að áður samþykkt tillaga frá 20. janúar 2014 (liður 15) um breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varðar landbúnaðarsvæði fari í sinn lögformlega feril." Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn senda lýsingu á verkefninu til umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna hana fyrir almenningi.
USN nefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að senda lýsingu á verkefninu til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi sbr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð, Litli-Sandur

1401020

Á 56. fundi USN nefndar 16. júni 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd frestar afgreiðslu. Gögnin þarfnast lagfæringar. Skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum til höfundar skipulags"
Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með höfundum skipulags og fullnægjandi gögn hafa borist. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulag fyrir olíubirgðastöðina á Litla Sandi í Hvalfirði sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar