Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

135. fundur 02. mars 2021 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Skólastígur 3 - skipulag og nýting.

2010029

Sighvatur Lárusson formaður stjórnar Lifandi samfélags mætir á fundinn og kynnir tillögur varðandi Skólastíg 3.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar Sighvati Láussyni fyrir kynningu á tillögum stjórnar Lifandi samfélags varðandi Skólastíg 3.

2.Fellsendavegur-héraðsvegur

2012031

Um er að ræða héraðsveg frá Akrafjallsvegi nr. 51 á móts við Litlu-Fellsöxl að hringvegi nr. 1 á móts við Grundartangaveg en vegurinn er ekki á vegaskrá Vegagerðarinnar.
Umræða um málið og lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtingarleyfi á jarðhita á Hrafnabjörgum.

2102078

Erindi dags. 16. febrúar 2021 frá Orkustofnun þar sem óskað er umsagnar um nýtingarleyfi en nýting auðlinda úr jörðu er háð leyfi Orkustofnunar en áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar m.a. sveitarstjórnar.
Óskað er að umsögn berist eigi síðar en 8. mars næstkomandi.
Umsögnin er vegna umsóknar Hitaveitufélags Hvalfjarðar dags. 5. janúar 2021 um leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Hrafnabjarga í Hvalfjarðarsveit en tilgangur nýtingarinnar er öflun heits vatns til hitunar húsa.
Skv. 23. grein laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum úr jörðu, nr. 57/1998 eru gögn sem afhent eru skv. lögunum bundin trúnaði.
Umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við að nýtingarleyfi verði veitt.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.


Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

4.Sólvellir 3, stofnun lóða.

2102152

Erindi frá Hvalfjarðarsveit þar sem óskað er eftir stofnun íbúðarhúsalóða úr landi Sólvalla 3 landeignanúmer L189095.
Um er að ræða 12.360 m2 lóð í eigu Hvalfjarðarsveitar.
Skv. skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er lóðin skráð íbúðarhúsalóð.
Samþykkt að hefja vinnu við gerð lóðarblaða vegna nýrra íbúðarhúsalóða á lóðinni Sólvöllum 3.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Óskað er eftir umræðum um 3. áfanga íbúðarbyggðar (austursvæði).
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

6.Hjólaleið frá Ölveri og norðurfyrir Hafnarfjall.

2102150

Erindi dags. september 2020 þar sem óskað er eftir að skoðaður verði möguleiki á gerð hjólastígs frá Ölveri og norður fyrir Hafnarfjall.
Er þessi leið hugsuð sem framhald af línuvegi á Skarðheiði, en þegar komið er niður á láglendi halda línurnar áfram en línuvegurinn ekki.
Nefndin þakkar bréfritara fyrir erindið og vísar því til áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

7.Ásfell landamerki milli Akranes og Hvalfjarðarsveitar.

2003025

Erindi dags. janúar 2021.
Skv. erindinu er talið að hnit í þinglýstum gögnum vegna landamerkja Ásfells og Akraneskaupstaðar séu röng, en hinsvegar sé ekki um að ræða ágreining um legu landamerkjanna og þinglýst gögn staðfesti rétt landamerki. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til réttra landamerkja.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Narfabakki - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2101108

Erindi dags. 22. febrúar 2021, þar sem fram kemur að umsækjandi hefur fallið frá fyrirhuguðum áformum sínum um að reisa vindmyllu af þeirri stærð sem sótt var um, á lóð sinni.
Lagt fram.

9.Girðing við gönguleið á Hafnarfjall

2102154

Sveitarfélaginu barst ábending um girðingu sem að hluta til er meðfram gönguleiðinni upp á Hafnarfjall, en ástand girðingarinnar er talið lélegt og óprýði af henni og því er velt upp hvort fjarlægja megi þessa girðingu.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að ræða við landeigendur um málið.

10.Reglur um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar.

2101008

Reglur um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar skv. samþykkt á fundi sveitarstjórnar nr. 321, þann 12. janúar 2021.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar