Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

122. fundur 18. ágúst 2020 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá
Guðjón Jónasson boðaði forföll.

1.Narfastaðir 4 - 2B.

2008010

Ólafur Einarsson og Björg Marteinsdóttir komu á fundinn vegna málsins.
Gestir fundarins kynntu frumdrög að framtíðarhugmyndum um notkun á lóðinni Narfastaðir 4 - 2B
Umhverfis-skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar fyrir gestum fyrir kynninguna.

2.Endurnýjun búnaðar og aukin framleiðslugeta að Vallá á Kjalanesi.

2007009

Mat á umhverfisáhrifum fyrir eggjabú Stjörnueggja að Vallá.
Hvalfjarðarsveit barst þann 15. júlí 2020 bréf þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna framleiðsluaukningar eggjabús Stjörnueggja hf. á Vallá á Kjalarnesi. Mun fjöldi fugla í búinu aukast úr 50.000 fuglum í 95.000 fugla. Framleiðslan og mannvirki eru öll utan Hvalfjarðarsveitar en fyrirtækið hyggst losa sig við hænsnaskít úr búinu með því að dreifa honum sem áburði á land Geldingaár í Hvalfjarðarsveit.
Í tillögu að matsáætlun kemur fram að fjallað verði sérstaklega um eftirfarandi umhverfisþætti:
Lyktarmengun, yfirborðsvatn, sýkingarhætta.

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.
Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 eru merkt inn þónokkur vatnsból og brunnsvæði í landi Geldingaár þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskít. Stór hluti svæðisins er einnig skilgreindur sem vatnsverndarsvæði. Nefndin bendir á að samkvæmt reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og 592/2001 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri er óheimilt að dreifa búfjárárburði á vatnsverndarsvæðum. Nefndin leggur áherslu á að fenginn verði óháður aðili til að meta hvort hætta sé á að vatnsbólin í nágrenni við dreifingarsvæðið mengist. Mikilvægt er að umfjöllun í frummatsskýrslu um áhrif á yfirborðsvatn taki einnig til áhrifa á þessi vatnsból og vatnsverndarsvæði. Mikilvægt er að umfjöllun um lyktarmengun fjalli ekki eingöngu um aðstæður á Vallá heldur verði l íka fjallað um lyktarmengun við Geldingaá þar sem dreifa á 3.500 tonnum af hænsnaskít á ári.
Nefndin veltir einnig fyrir sér hvort að hænsnaskíturinn sem dreift er í landi Geldingaár laði til sín fugla sem að dreifi honum svo víðar um svæðið. Gera þarf grein fyrir þessu og öðrum mögulegum smitleiðum í frummatsskýrslu.
3.500 tonn af hænsnaskít á ári eru tæp 10 tonn hvern dag ársins. Ekki er getið um í skýrslunni um hvað langt tímabil er að ræða vegna dreifingar hænsnaskíts á land Geldingaár. Í frummatsskýrslu þarf að koma fram hvernig flutningum á þessu magni verði háttað og mögulegum áhrifum á umferð og umferðaröryggi í Hvalfjarðarsveit.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi á skógrækt í landi Kúludalsár.

2006045

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Kúludalsár. Málið var til meðferðar á fundi USN nefndar nr. 121 þann 07.júlí 2020.
Athugasemdir bárust í grenndarkynningu í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 aðliggjandi lóðar- og landeiganda.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er inn á aðliggjandi jörð Kúludalsár 2. s.br.athugasemd grenndarkynningar.
Einnig eru gerðar athugasemdir við skjólbelti verði plantað fyrir framan lóðir innan jarðarinnar með skerðingu og eyðileggingu á útsýni.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndnefnd tekur til greina þær athugasemdir sem bárust og hafnar að veita framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Kúludalsá miðað við gefnar forsendur í umsókn um framkvæmdaleyfi.

4.Br.ASK-Draghálsvirkjun.

1911008

Bréf IUS Lögmannsstofu dags. 29 júlí 2020. Beiðni um viðræður vegna afgreiðslu skipulagstillagna og stöðu virkjunarframkvæmda í landi Dragháls sem var á 120. fundi USN nefndar þann 02.júní 2020.
Bréfið lagt fram til kynningar.

5.Ályktun aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

2007006

Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktar við Hvalfjörð.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarskógur - reiðvegur.

2008011

Athugasemdir vegna reiðvegar í Hafnarskógi.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar