Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

118. fundur 13. maí 2020 kl. 14:30 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Melahverfi-græn svæði

2002049

Græn svæði Melahverfi - ábendingar /athugasemdir frá íbúum
Alls bárust 5 athugasemdir/ábendingar vegna verkefnisins. USN nefnd þakkar fyrir innsendar athugasemdir.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa málinu ásamt innsendum athugasemdum frá íbúum til framkvæmda- og mannvirkjanefndar.

2.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Vinnufundur með Eflu.
USN nefnd fór yfir drög af greinagerð í kafla verslunnar- og þjónustusvæði (VÞ), afþreyingar- og ferðamnannasvæði (AF), samfélagsþjónusta (S), Kirkjugarðar og grafreitir (K), Íþróttasvæði (ÍÞ).

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að Eflu verkfræðistofu verði falið að taka saman minnisblað um ofanflóðahættu í Hvalfjarðarsveit vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags með vísun í verðtilboð frá Eflu, dagsett 21. apríl s.l.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar