Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

109. fundur 04. desember 2019 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Daníel Ottesen formaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna G. Harðardóttir
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Ósk um breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2022 í landi Eyrar í Svínadal

1911052

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna breyttra landnotkunar í landi Eyrar í Svínadal.
Gert er ráð fyrir að frístundarsvæði F7b í landi Eyrar í Svínadal minnki um rúmlega 7 ha. og verði skilgreint sem landúnaðarsvæði. Eftir breytinguna verður frístundarsvæðið F7b um 5 ha. að stærð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 2. mgr, 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í aðalskipulaginu er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á frístundarsvæðum en orðið er. Unnin hafa verið drög að flokkun landbúnaðarlands þar sem land er flokkað í fjóra flokka. Land sem breytingin tekur til er í flokki II sem telst til vera gott ræktunarland og stuðlar að nýtingu góðs landbúnðarlands.

2.Deiliskipulagstillaga fyrir Eyrarás og Eyrarskjól

1911042

Deiliskipulagstillaga fyrir Eyrarás og Eyrarskjól.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja auglýsingu á deiliskipulagi fyrir Eyrarás og Eyrarskjól samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Br. deiliskipulagi-Vatnskógur

1909045

Breyting deiliskipulags í landi Vatnaskógs
Afgreiðslu frestað þar til liggur fyrir umsögn frá Fiskistofu og Veiðifélagi Laxár í Leirársveit.

4.AK2 Akraneslína 2, lagning jarðstrengs.

1912002

Tilkynning til ákvörðunar um matskyldu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé ástæða til að vísa framkvæmdinni í frekara mat þar sem umhverfisáhrif framkvæmdarinnar eru talin óveruleg.
Fyrirhuguð framkvæmd er að mestu leyti með núverandi vegum, vegslóðum og legu núverandi jarðstrengs. Því sé ekki um miklar breytingar á umhverfi að ræða. Verndarsvæðum og votlendi verður hlíft að mestu leyti á þegar röskuðu landi.

5.Fellsendi-deiliskipulagstillaga

1911051

Deiliskipulagstillaga þar sem skilgreindir eru byggingarreitir fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á véla- og geymsluhúsnæði á jörðinni Fellsenda.
Afgreiðslu frestað.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að afla frekari gagna um málið.

6.Eyrarskógur 103 - Sumarhús

1910047

Þórður Bragason sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Eyrarskógur 103 í landi Eyrar. Um er að ræða 37,7 fm timburhús með einhalla þaki. Óskað er eftir að þak hússins verði einhalla en í skipulags- og byggingarskilmálum fyrir sumarhúsahverfið stendur.
Nefndin hafnar umsókn um byggingarleyfi þar sem það fellur ekki að gildandi deiliskipulagi um einhalla þak. Í greinargerð stendur, "sérhver bústaður skal vera með risþaki og mænir að öllu jöfnu yfir miðju húsinu".

7.Vallanes 3 L133661 - Sumarhús - Viðbygging

1910054

Unndór Jónsson hefur sótt um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhúsið á Vallanesi 3 L133661. Um er að ræða 54,2 fm stækkun. Mannvirki er ekki á deiliskipulögðu svæði.
USN nefnd heimilar að falla frá grenndarkynningu þar sem leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.
Nefndin gerir ekki athugasemd við útgáfu á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús í landi Vallanesi 3.

8.Hlíðarfótur - Niðurrif - Mhl.16 - blásaraskúr

1910059

Þórarinn Þórarinsson óskar eftir afskráningu á mhl. 16, blásarahúsi fyrir súgþurrkun á jörðinni Hlíðarfæti. Mannvirkið var byggt 1976 og rifið 2006.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila afskráningu blásarahúss og súrheysþurrkun, mhl.16 á landinu Hlíðarfótur L133180. Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

9.Stiklur 1 - L178286 - Breyting á notkun

1911018

Eigendur að Stiklum 1, L178286 hafa óskað eftir notkunarbreytingu á mannvirkinu. Mannvirkið er skráð sem atvinnuhúsnæði en er í dag nýtt sem geymsluhúsnæði. Eigendur hafa óskað eftir í næstu breytingu á aðalskipulagi verði lóðinni breytt úr atvinnulóð yfir í landbúnaðarland.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á notkun mannvirkis á lóðinni Stiklur 1, L178286 úr atvinnuhúsnæði í geymsluhúsnæði og að fela byggingarfulltrúa að vinna breytingarnar.

10.Eystri-Leirárgarðar - Mhl.25 - Vélageymsla

1911038

Eystri-Leirárgarðar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 134 fm vélageymslu sem er viðbygging við útihús en skilgreint sem mhl.25.
USN samþykkir byggingarleyfi fyrir vélageymslu og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

11.Vellir 3 - Nafnabreyting - Reynivellir

1910069

Eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Vellir 3, L219975, F2334083 sækir um nafnabreytingu á lóðinni. Óskað er eftir að lóðin heiti Reynivellir.
Afgreiðslu frestað.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að leita umsagnar hjá stofnun Árna Magnússonar vegna nafngiftar á umræddri lóð.

12.Stofnun lóðar Brekkukinn

1910051

Umsókn um stofnun lóðar úr landi Brekku L2104079.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar Brekkukinn úr landi Brekku L2104079.

13.Stofnun lóða í landi Bjarteyjarsands

1911035

Umsókn um stofnun lóða úr landi Bjarteyjarsands.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna Bjarteyjarsandur 4, Fornistekkur og Vatnsból-Kúalág úr landi Bjarteyjarsands L133157.

14.Birkihlíð 41

1911037

Sara Martí Guðmundsdóttir óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi í landi Kalastaða, Birkihlíð 41. Óskað er eftir að þak hússins verði einhalla en í skipulags- og byggingarskilmálum fyrir sumarhúsahverfið stendur í gr. 4.2 Frístundahús, undir liðnum þakhalli og þakform, stendur: Þakhalli skal vera á bilinu 14-40°og er æskilegt þakform hefðundið mænisþak.
Fyrir liggur undirritað samþykki aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
USN nefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu á byggingarleyfi fyrir sumarhúsi við Birkihlíð 41 í samráði við byggingarfulltrúa.

15.Verkefni- og matslýsing Kerfisáætlunar 2020-2029

1911039

Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2020-2029

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar