Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

29. fundur 06. desember 2023 kl. 15:30 - 17:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir
Dagskrá

1.Loftslagsmál

2311033

Þann 13. nóvember 2023 var haldin vinnustofa um aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Tilgangur vinnustofunnar var að ná fram sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi skilgreiningu á aðgerðum sem ætlað er að tryggja samdrátt í samfélagslosun landsins. Meðfylgjandi eru niðurstöður vinnuhópanna ásamt glærum fyrirlesara vinnustofunnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Glymur- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - styrkur 2023.

2304041

Lokaskýrsla Umhverfisstofunar vegna vinnu sjálfboðaliða sumarið 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Drög að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
USNLnefnd samþykkir Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Umhverfisfulltrúa jafnframt falið að semja reglur um samnýtingu íláta eins og gjaldskráin gerir ráð fyrir.

4.Óskað eftir þátttökusveitarfélögum í verkefni um meðhöndlun úrgangs

2311039

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs.Kostnaður sveitarfélaga er að aukast verulega í tengslum við meðhöndlun úrgangs og er markmið verkefnisins að ná betri yfirsýn yfir kostnað sveitarfélaga í málaflokknum, hvernig hann hefur verið að þróast síðastliðin ár og út frá niðurstöðum leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri.
Lagt fram til kynningar.

5.Lindás - Nafnabreyting - Lindás 1, L 2213427.

2311036

Sótt er um leyfi fyrir stofnun nýrrar lóðar, Lindás 1 úr landi Lindáss landeignanúmer 133705, stærð 3.389 m2.

Um er að ræða eignarlóð í hlutfallslegri eigu matshluta 01 og 02.

Í gildi er eignaskiptayfirlýsing fyrir matshluta 01 og 02 þar sem húshlutanum er skipt upp í þrjá eignarhluta.

Matshluti 01 er íbúðarhús á tveimur hæðum. Tvær íbúðir, á neðri og efri hæð, ásamt bílskúr sem fylgir matshluta 01.

Matshluti 02 er húsnæði sem áður hýsti alifuglahús, geymslu og trésmíðaverkstæði.
USNLnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

6.Höfn 2, deiliskipulagsbreyting.

2104008

Erindi er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II en umrætt svæði er innan Frístundabyggðar F27 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Breytingin tekur til lóðar nr. 73 og felur í sér að heimila megi útleigu frístundahúss með tilskyldu rekstrarleyfi til samræmis við nýtt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

7.Svæðisskipulag Suðurhálendis - umsögn.

2311031

Erindi frá Skipulagsstofnun.

Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna Svæðisskipulags Suðurhálendis, nr. 0862/2023.

Kynningartími er til 14.01.2024.Í svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042 er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu.Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendi til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, er nú til kynningar og umsagnar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Auglýsing tillögunnar og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu er á grundvelli 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Stjórnsýslukæra nr. 81-2023 - vegna frístundahúss í landi Þórisstaða.

2307017

Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem tekin var fyrir kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 30. júní 2023 um að kæranda verði gert að fjarlægja frístundahús af landi Þórisstaða.
Lagt fram.

9.Stjórnsýslukæra nr. 84-2023 - Lækjarmelur 5, afturköllun byggingarleyfis.

2307022

Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem tekin var fyrir kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 16. júní 2023 um að fella niður byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með bílgeymslu á lóðinni nr. 5. við Lækjarmel í Melahverfi.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Efni síðunnar