Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

27. fundur 01. nóvember 2023 kl. 15:30 - 18:10 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaætlun fyrir árin 2024-2028.

2310040

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur undir umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og felur skipulagsfulltrúa að koma því á framfæri við nefndarsvið Alþingis.

2.Umsögn um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.

2310042

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdaleyfi - Vatnaskógur.

2310058

Erindi frá Skógarmönnum KFUM Vatnaskógi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Vatnaskógar og að afla umsagna lögaðila/hagsmunaaðila svo sem Umhverfisstofnunar, Veiðifélags Laxár, Fiskistofu, Skógræktarinnar.

4.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63

2309008F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
  • 4.1 2306021 Kúludalsá 133701 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 4.2 2306008 Fögruvellir 3 - Umsókn um byggingarleyfi umfl.2,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 4.3 2304018 Skólasetursvegur 1 - Byggingarheimild f. frístundahús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Skv. gildandi lóðarleigusamningi leigusala Prestseturssjóðs fyrir hönd landeiganda, dags. 29.08.2007, kemur fram í 2. grein, að hyggist leigutaki fara í frekari framkvæmdir á leigulóðinni, umfram það sem tilgreint er í samningi, skuli lóðarleigusamningurinn endurskoðaður. Samþykkt að óska eftir því við umsækjanda að hann afli álits landeiganda/Þjóðkirkjunnar um hvort yfirlýsing Þjóðkirkjunnar um heimild til stækkunar Skólasetursvegar 1, fullnægi kröfum 2. greinar lóðarleigusamningsins.
    Fyrir liggur eignaskiptayfirlýsing frá apríl 2021. Þar er Skólasetursvegi 3 skipt í 8 eignir, matshluta 01-08. Fram koma í eignaskiptayfirlýsingunni upplýsingar um hlutfallstölur matshluta 01-08. Breytt stærð matshluta 02, kallar á breytingu á hlutfallstölum og viðauka við eignaskiptayfirlýsingu. Samþykkt að óska eftir staðfestingu eigenda um breytingu á eignaskiptayfirlýsingu í tengslum við fyrirhugaða stækkun matshluta 02.
    Verði álit landeiganda/Þjóðkirkjunnar jákvætt og samþykki eigenda matshuta 01-08 liggi fyrir um breytingu á eignaskiptayfirlýsingu verður erindið tekið fyrir að nýju og vísað til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.
  • 4.4 2108013 Álfheimar 4 - Frístundahús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 4.5 2301042 Lyngmelur 11 - Umsókn um leyfi til að kanna jarðveg.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Samþykkt að veita lóðarhafa leyfi til að kanna jarðveg á lóðinni í samræmi við 4. mgr. 13. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.
  • 4.6 2307009 Asparskógar 15 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 4.7 2309047 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þórisstaðir 133217
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 63 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

5.Önnur mál í USNL nefnd

1504031

Ýmis mál til umræðu.
Umræða um fjárhagsáætlun ársins 2024.
Umhverfisfulltrúi sat fundinn undir lið nr. 5, önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Efni síðunnar