Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

11. fundur 12. desember 2022 kl. 16:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurvinnsla kerbrota - umsagnarbeiðni

2208025

Erindi dags. 07.12.2022 frá Skipulagsstofnun.

Þann 16. nóvember sl. lauk Skipulagsstofnun ákvörðun um matsskyldu vegna endurvinnslu kerbrota á Grundartanga.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar var sú að framkvæmdirnar þyrftu ekki að fara í umhverfismat.

Eftir að niðurstaða Skipulagsstofnunar lá fyrir, var athygli stofnunarinnar vakin á því að kafla 5, um "skipulag og leyfi", þyrfti að endurskoða.
Niðurstaða þeirrar endurskoðunar er breytt umfjöllun á 5. kafla, sem felst m.a. í því að nú kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, sbr. breytingu á aðalskipulaginu frá árinu 2015 vegna stefnumörkunar um iðnaðarsvæði á Grundartanga en þar er kveðið á um það með skýrum hætti að ekki verði heimiluð ný starfsemi á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sem hafi í för með sér losun brennisteinstvíoxíðs eða flúors.
Breytt ákvörðun stofnunarinnar hefur hins vegar engin áhrif á niðurstöðu ákvörðunarinnar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Endurskoðuð ákvörðun Skipulagsstofnunar fylgir með erindinu.
Lagt fram til kynningar.

2.Fyrirspurn um salernishús við Hvalfjarðargöng

2212024

Fyrirspurn dags. 28.11.2022 frá Sönnum Landvættum ehf, um salernishús við Hvalfjarðargöng.
Óskað er eftir bráðabirgðaheimild til að setja upp salernishús við bílastæðið sem er við norðurenda Hvalfjarðarganga og tengjast þeim innviðum/lögnum sem þar eru fyrir.
Umrætt salernishús sem fyrirhugað er að staðsetja við Hvalfjarðargöng er tilraunaverkefni og er um að ræða frumgerð húss sem hannað hefur verið og þróað með hliðsjón af rekstri annarra salernishúsa Sannra Landvætta á Íslandi. Salernishúsið er byggt á grunni 20 feta gáms svo að gámalásar eru í botninum sem myndu festast niður með jarðvegsskrúfum.
Óskað er eftir heimild fyrir staðsetningu hússins til loka árs 2023.

Núverandi verkefni Sannra Landvætta eru m.a. rekstur almenningssalerna við Laufskálavörðu milli Víkur og Klausturs auk flestra almenningssalerna Reykjavíkurborgar, uppbygging og rekstur Hverasvæðisins við Námaskarð í Mývatnssveit og svæðisins við Kirkjufellsfoss við Grundarfjörð.
Í gildi er deiliskipulag Holtaflatar í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms, greinargerð dags. 27.03.1995 og skipulagsuppdráttur dags. 8. nóvember 1994, unnið af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt.
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu þar sem m.a. er gert ráð fyrir þjónustuhúsi ofl, og telur nefndin að umrædd starfsemi sé í samræmi við deiliskipulag á svæðinu. Bent er á að hafa þarf samráð við m.a. landeigendur vegna málsins.

3.Óveruleg breyting á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar

2212025

Tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Heiðarskóla og Heiðarborgar.
Með erindi dags. 28.11.2022 óskaði Ásgeir Kristinsson f.h. eigenda Leirár eftir því að samþykkt verði breyting á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar vegna vegtengingar að fyrirhugaðri smábýlabyggð við Réttarhaga.
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Heiðarskóla og Heiðarborg frá árinu 2009 en gildandi deiliskipulag samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti.
Umrædd breyting á deiliskipulaginu skv. erindi eigenda Leirár er dagssett 8.12.2022 og felur í sér nýja vegtengingu milli Réttarhaga og Skólastígs.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Heiðarskóla og Heiðarborg, enda víkur tillagan að mati nefndarinnar að óverulegu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar skv. ákvæðum 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og láta fara fram grenndarkynningu meðal hagsmunaaðila á svæðinu svo sem hjá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun, Veiðimálastofnun, Veiðifélagi Leirár, Minjastofnun Íslands, eigendum Skólastígs nr. 1, 1a, 1b, 3, 5 og öðrum aðliggjandi lóðarhöfum.


4.Áform um efnistöku úr landi Gandheima

2212026

Erindi dags. 07.12.2022 frá Hafsteini Daníelssyni og Guðnýju Helgadóttur er varðar fyrirhugaða efnistöku í landi Gandheima.
Í erindinu kemur m.a. fram að Mannvit verkfræðistofa hafi verið ráðin sem ráðgjafi landeigenda og mun verkfræðistofan gera matsskýrslu og umhverfismat á áætluðum framkvæmdum.
Erindi Steypustöðvarinnar um efnistöku á þessu svæði var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 02.11.2022, mál nr. 9 af fundi nr. 8, en fallið hefur verið frá þeim áformum.
Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er ekki gert ráð fyrir efnistöku af þessu magni í landi Gandheima og heldur ekki í nýju aðalskipulagi 2020-2032 sem nú er í lokaferli hjá sveitarfélaginu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hvetur til að sveitarfélaginu verði sendar meiri og ítarlegri upplýsingar um málið þegar nánari athuganir liggja fyrir svo sem um stærð svæðis, staðsetningu osfrv.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar