Fara í efni

Sveitarstjórn

196. fundur 12. maí 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Oddviti leitaði afbrigða um að taka lið nr. 9 fyrstan á dagskrá fundarins og var það samþykkt.

1.Sveitarstjórn - 195

1504003F

Fundagerð framlögð.
Oddviti lagði fram tillögu um sveitarstjórn samþykki afgreiðslu fræðslu- og skólanefndar á 5 lið (málnr.1502028) í fundargerð 117. fundar nefndarinnar frá 20. apríl sl. Um trúnaðarmál er að ræða sem formaður nefndarinnar hefur gert sveitarstjórn grein fyrir.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.26. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1505003

Fundargerð framlögð.
JS kynnti fór yfir einstaka liði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu menningar- og atvinnuþróunarnefndar um að starfsfólki sveitarfélagsins verði veitt frí frá störfum þann 19. júní nk. til að það geti tekið þátt í hátíðarhöldum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Efra-Skarðsland - Ósk um nafnabreytingu

1504006

Erindi frá Ármanni Rúnari Ármannssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umsagnar USN-nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

1505005

Kjör tveggja fulltrúa og tveggja til vara frá Hvalfjarðarsveit á aðalfundinn.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Guðjón Jónasson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sem haldinn verður þann 11. júní nk. Til vara; Stefán G. Ármannsson.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tilnefna eftirtalin til setu í stjórn vatnsveitufélagsins sem kjörin verður á aðalfundinum:
Aðalmenn: Guðjón Jónasson og Stefán G. Ármannsson.
Varamenn: Ása Helgadóttir og Daníel Ottesen."
SGÁ tók til máls og gerði grein fyrir setu sinni í stjórn Veiðifélags Laxár í Leirársveit og ef að hagsmunir skarast þá mun hann kalla til varamann í stjórn veiðifélagsins.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Beiðni um opnun íþróttamiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar í Heiðarborg í júní og um leið og skólinn hefst í ágúst.

1505008

Erindi frá Jóhönnu Harðardóttur og lagður fram undirskriftalisti.
AH tók til máls og lýsti ánægju með aukna opnun íþróttamannvirkja sveitarfélagsins og hvatti hún til þess að þessi sumaropnun verði kynnt með áberandi hætti.
HS tók til máls, tók hún undir orð AH og taldi að stefnumótun sveitarfélagsins um opnun íþróttamannvirkja muni tryggja aukið aðgengi að þeim og að mikilvægt væri að kynna opnunina vel fyrir íbúum og gestum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu og að opnun aðstöðunnar í Heiðarborg verði skv. eftirfarandi:
Í júní mánudaga - fimmtudaga frá kl. 16:00 - 21:00.
Í ágúst (frá upphafi kennslu í grunnskóla) mánudaga - fimmtudaga frá kl. 16:00 - 21:00 og laugardaga frá kl. 10:00-15:00
Lokað verði í júlímánuði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðauki 5. Oddviti lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun
ársins 2015 vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 571.000 - á
04030. Kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum 21085-5971.
Viðauki 5 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða 7-0

6.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

1505009

Aðalfundurinn verður 29. maí n.k. kl. 15:00 í Hafnahúsinu við Tryggvagötu 17. Tilnefning fulltrúa á aðalfundinn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Björgvin Helgason fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður þann 29. maí nk. Til vara; Daníel Ottesen."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Opið bréf til forsvarsmanna Faxaflóahafna sf.

1505011

Opið bréf frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð sem þau biðja sveitarstjórn um að skoða og taka afstöðu til erindisins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að svara fyrirspurnum sem fram koma í bréfinu."
AH óskaði eftir því að inní tillöguna verði bætt við, að erindið og svör við því verði send USN-nefnd til kynningar.
Breytt tillaga er þá svohljóðandi:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að svara fyrirspurnum sem fram koma í bréfinu og að svör við erindinu verði send USN-nefnd til kynningar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna leikskóladvalar barns utan sveitarfélagsins.

1408011

Erindi frá Birnu Maríu Antonsdóttur, dagsett 8. maí 2015.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að greiða kostnað vegna leikskólavistar barns utan lögheimilissveitarfélags frá 1. jaúnar sl. til og með 30. apríl sl.
Viðauki 6. Oddviti lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun
ársins 2015 vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 413.000 - á
02201-5918. Kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum 21085-5971."
HS tók til máls og gerði grein fyrir málsmeðferð og afgreiðslu fræðslu- og skólanefndar á erindinu, öflun gagna og vinnu nefndarinnar við samningu reglna um skólavist barna utan lögheimilissveitarfélags. HS átaldi og undraðist að ekki hafi verið fylgt eftir ákvörðun fræðslu- og skólanefndar og að greitt hafi verið úr sveitarsjóði rúmlega kr. 200.000- án þess að nokkurt samþykki liggi fyrir. Hún ítrekaði að engin ástæða sé fram komin sem styðji það að fyrri ákvörðun um synjun skólanefndar á kostnaðarþátttöku sé hnekkt.
Tillagan ásamt viðauka 6 borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
HS greiðir gegn tillögunni og SGÁ situr hjá.

9.Rekstraryfirlit janúar-mars 2015.

1505004

Erindi frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Kristjana H. Ólafsdóttir, fjármálastjóri fór yfir og gerði grein fyrir rekstraryfirliti Hvalfjarðarsveitar janúar - mars 2015.

10.Vegna nýtingarleyfis neysluvatns á Hlíðarfæti.

1505010

Bréf frá Veiðifélagi Laxár í Leirársveit til Orkustofnunar, dagsett 12. sept. 2014 og bréf frá eigendum Hlíðarfótar til Veiðifélagsins, dagsett 4. maí 2015.
Erindi lögð fram til kynningar.

11.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands, sem haldinn var 9. apríl 2015.

1505006

Vegna aukinna krafna um ásýnd bújarða og umhverfismál í sveitum skora Búnaðarsamtök Vesturlands á sveitarfélög á starfssvæði Búnaðarsamtakanna að tryggja greiðan aðgang að timbur- og járnagámum.
Erindi lagt fram til kynningar og jafnframt vísað til USN-nefndar.

12.126. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1505007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri greindi frá helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar