Fara í efni

Sveitarstjórn

133. fundur 11. september 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 2. varamaður
  • Brynjar Ottesen 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 132

1207003F

LJ lagði fram minnisblað varðandi fyrirspurnir frá AH dags 11. september 2012. Ræddi liði 1, 7, 9, 11, 12. SAF ræddi lið 12 aðalfund SSV gerði grein fyrir umræðum frá fundinum. ÁHó ræddi lið 7. fund með fulltrúum í sumarhúsabyggðum varðandi lokun reiðleiða. AH ræddi lið 11 og lið 1 starfsmannabreytingar og minnisblað sveitarstjóra. SSJ ræddi kjör fulltrúa á aðalfund SSV. SAF ræddi lið 11 kjör fulltrúa á aðalfund SSV. SÁ ræddi lið 24 skólaakstur og óskaði eftir að fá að sjá samningana. LJ lagði samningana fram á fundinum. Fundargerðin framlögð.

2.92. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1209011

ÁHe fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. SAF vekur athygli á að hér er rætt um ferð starfsmanna grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Það er því rétt að hafa í huga að þegar tekin er ákvörðun um að styrkja ferð sem þessa að sveitarstjórn sé tilbúin til þess að styðja starfsmenn á leikskólasviði skólans á sambærilegan hátt. Ræddi lið 8, undanþáguheimildir vegna vistunar barna undir 18 mán. LJ ræddi lið 6 og möguleika á styrkveitingu vegna ferðar til Boston. ÁHe ræddi styrkveitingar og ræddi lið 8. SAF ræddi lið 8 og ræddi hugtakið barngildi. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH ræddi Uppbyggingarstefnuna, ferð starfsmanna til Boston. Lið 8 viðmiðunarreglur varðandi fjölda barna. Lið 17 fæðisgjöld og 4 lið skipurit. LJ ræddi skipurit Leik- og grunnskóla, mun leggja fram greinargerð á næsta fundi sveitarstjórnar varðandi skipurit skólans. SAF ræddi lið 8 viðmiðunarreglur og reglugerð varðandi leikskóla. ÁHó ræddi skipurit skólans. ÁHe svaraði fram komnum fyrirspurnum.
SSJ ræddi lið 6, styrkveitingu. ÁHe svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. ÁHe lagði til að styrkja hvern starfsmann/kennara um 25 þúsund til ferðarinnar fjármögnun komi af Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar. SÁ lagði til að styrkja kennara um 605 þús. með viðauka varðandi óviss útgjöld. LJ óskaði eftir frestun á afgreiðslu og að fá að leggja fram útfærslu á viðauka við fjárlög ársins 2012 á næsta fundi sveitarstjórnar.
Liður 6. Frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða 7-0.
Liður 7. Samþykkt 6-1. ÁHó greiðir atkvæði gegn tillögunni. Gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Liður 9. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu skólastjóra. Samþykkt samhljóða 7-0.
Liður 11. Opnunartími sundlaugarinnar Heiðarborg. Samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð.

3.Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.

1104023

Afgreiðsla frá síðasta fundi sveitarstjórnar. A) Endurskipað í nefndina. B)Erindisbréf nefndarinnar.
Tillaga A) endurskipað í nefndina, B) erindisbréf. SSJ lagði til að fresta afgreiðslu til næsta fundar.Samþykkt samhljóða 7-0.

4.Sala eigna.

1209018

Kauptilboð frá Fasteignamiðlun Vesturlands í Skólastíg 1, dagsett 6. september 2012, vegna Karenar Líndal og Maríasar Guðmundssonar.
LJ gerði grein fyrir tilboði í eignina og að gert hefur verið gagntilboð af beggja hálfu. Gerði grein fyrir mögulegum viðhaldskostnaði við húsið. Lagði til að tilboði kr. 7 milj. verði tekið. SAF ræddi erindið og lagði til að fresta erindinu og skoða nánar fyrirvarann sem fram kemur í tilboðinu. ÁHó ræddi fyrirvara sem fram koma í tilboðinu. LJ ræddi fyrirvara sem fram koma í tilboðinu. SÁ ræddi fyrirvara í tilboðinu. SAF ítrekaði að láta skoða fyrst fyrirvarann sem fram koma í tilboðinu. LJ ræddi sölu raðhússins. SSJ lagði til að sveitarstjórn fái umboð til þess taka tilboði upp á 7 miljónir sem hann er búinn að gera. ÁHó varpaði fram hvort sveitarfélagið greiði kostnað við prófun á myglusvepp. Tillaga um sölu á raðhúsi samþykkt samhljóða 5-2. SÁ og SAF sitja hjá við afgreiðsluna. SÁ óskar eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi, sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

5.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012.

1209012

Erindi frá alþingi, dagsett 3. september 2012.
Erindið framlagt

6.Rammasamningakerfi ríkisins - Staðan 2012.

1209013

Erindi frá Ríkiskaupum, dagsett 31. ágúst 2012.
Erindið framlagt

7.Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.

1208027

Erindi frá Þjóðskrá, dagsett 4. september 2012. Þegar sent formanni kjörstjórnar.
Erindið framlagt.

8.Almenningssamgöngur í Hvalfjarðarsveit.

1209014

Að beiðni Arnheiðar Hjörleifsdóttur. Kynningarbæklingur Strætó bs. liggur frammi.
ÁHó ræddi almenningssamgöngur og lagði fram eftirfarandi tillögu vegna umferðaröryggis við Melahverfi. Sveitarstjórn fagnar auknum möguleikum íbúa Hvalfjarðarsveitar hvað almenningssamgöngur varðar. Stoppstöð strætó í Hvalfjarðarsveit er við Melahverfi og nú þegar eru íbúar Hvalfjarðarsveitar farnir að nýta sér þessa þjónustu. Eins og staðan er í dag skapast hættuástand þegar farþegar Strætó þurfa að fara yfir þjóðveg 1 við Melahverfi til að komast á stoppistöð, norðan megin vegamótanna. Þetta ástand er brýnt að laga hið fyrsta, hvort sem gert verði snúningsplan við innkeyrsluna í Melahverfi, gerð verði undirgöng undir þjóðveginn eða aðrar leiðir fundnar til að tryggja öryggi farþega. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tæknilegar útfærslur og kostnað og að jafnframt verði sveitarstjóra falið að ræða við Vegagerðina, SSV og Strætó bs varðandi erindið og koma með greinargerð varðandi máið á næsta fundi sveitarstjórnar. SSJ ræddi erindið. SAF vakti athygli á að stígar og umhverfi verða til umræðu í USN og að til standi að halda kynningarfund með íbúum um þau mál. AH ræddi fram komna tillögu. SSJ ræddi fram komna tillögu. AHe ræddi fram komna tillögu og hvort möguleiki kunni á að vera á að stansa við Laxárbakka fyrst um sinn. ÁHó ræddi fram komnar hugmyndir og ítrekaði að stöðva við Melahverfið á norðurleið en suðurleið verði stöðvað við Laxárbakka tímabundið. ÁHe ræddi erindið. ÁHó ræddi hugmynd um akstur inn í Melahverfið. Samþykkt samhljóða 7-0.

9.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012.

1209015

Erindi frá Jöfnunarsjóði, dagsett 3. september 2012.
Erindið framlagt

10.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012.

1209016

Erindi frá Jöfnunarsjóði, dagsett 30. ágúst 2012.
Erindið framlagt

11.Kostnaður við dæluprófun vegna hitaveituvæðingu kaldra svæða.

1209017

Gögn verða send síðar.
LJ gerði grein fyrir samantekt frá Ísor og Úlfari Haðarsyni, lagði fram minnisblað varðandi erindið. ÁH ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til starfshóps um hitaveituvæðingu. SAF ræddi erindið og hvort hægt sé að fá heimild til að dæluprófa. SSJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja tillögu AHe. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.100. fundur Faxaflóahafna.

1208034

Fundargerðin framlögð

13.Fundur í samgöngunefnd SSV, 29. ágúst 2012.

1209002

Fundargerðin framlögð

14.90. fundur stjórnar SSV, 21. ágúst 2012.

1209003

Fundargerðin framlögð

15.67. - 68. fundargerð Menningarráðs Vesturlands og fjárhagsáætlun 2013.

1209019

Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar