Fara í efni

Sveitarstjórn

132. fundur 28. ágúst 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 12 og 13 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Og mál 1208032, fundargerð landbúnaðarnefndar á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ)sat fundinn undir lið 12 fæðisgjöld 13 rekstraryfirlit og skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 131

1207001F

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað varðandi starfsmannamál og lista yfir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar. AH lagði fram fyrirspurnir, SÁ þakkaði framlögð gögn. LJ svaraði framkomnum fyrirspurnum. HV þakkaði framlögð gögn. AH ræddi framlögð gögn og þakkaði svör. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi ráðningu starf húsvarðar við leik- og grunnskóla. SAF ræddi fram komnar athugasemdir. SSJ ræddi fram komnar athugasemdir. SÁ ræddi starfshlutfall umsjónarmanns fasteigna. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi starf húsvarðar og umsjónarmanns fasteigna. Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 14

1208001F

HHK gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

3.4. og 5. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.

1208001

SAF gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðanna. Fundargerðirnar framlagðar.

4.10. fundur starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða.

1208002

ÁH ræddi efnisatriði fundargerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að fylgja eftir lið 2 í fundargerðinni; að kanna með dæluprófun á holu eitt og kanna með kostnað. HV ræddi fundargerðina og stöðu heitavatnsmála í Hvalfjarðarsveit og spurðist fyrir varðandi rör við Heiðarborg. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og ræddi mál Hitaveitufélags Hvalfjarðar varðandi hitaveituvæðingu. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi að fjármunir eru líklega á fjárhagsáætlun. SAF tók undir með SÁ. LJ ræddi erindið og lagði til að sveitarstjóra sé falið að taka saman kostnað við dæluprófun og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.

5.91. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1208014

ÁH ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Lagði til að samþykkja tillögu frá menningar- og atvinnuþróunarnefnd varðandi umsókn um styrk í styrktarsjóð EBÍ. Ræddi lið 12 og lagði til að vísa erindi Ljósboga kvikmyndagerð til styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar. Ræddi tómstundaávísanir og opnunartíma Heiðarborgar.
SSJ ræddi lið 2. AH ræddi fjölda barna í leikskóla, fagnaði aukinni tónlistarkennslu í Heiðarskóla ræddi skráningardag í tómstundastarf. Ræddi nýja skólastefnu skipurit og verkefnastjórastöður.
SAF leggur til að fræðslu og skólanefnd verði falið að kanna möguleika á og útfæra tillögu um verklag þar sem skólastjóra í samvinnu við nefndina verði falið að fara yfir og svara umsóknum um undanþágu vegna barna yngri en 18 mánaða eftir því hvort aðstæður leyfa hverju sinni, án aðkomu sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Sveitarstjórn samþykkir lið 2. undanþáguheimildir vegna barna undir 18 mán. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Tillaga um umsókn til styrktarsjóðs EBÍ Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Tillaga um tómstundaávísanir gildistími 31. ágúst - 31. des 2012. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Fundargerðin framlögð.

6.Fundur í landbúnaðarnefnd, 27. ágúst 2012.

1208032

SSJ ræddi efnisatriði og ræddi fyrirkomulag í Reynisrétt og í fundargerð er bókað að lagt til við sveitarstjórn að fyrri Reynisrétt verði næst síðasta laugardag í september og síðar réttir síðasta laugardag í september. SÁ ræddi fundargerðina og hversu seint er fundað varðandi seinkun fjárrétta. HV ræddi fjallskilareglugerðina og tímasetningu rétta. SSJ ræddi fyrirkomulag varðandi réttir. ÁH ræddi fjallskilareglugerð. Tillaga um að að fyrri Reynisrétt verði næst síðasta laugardag í september, 22 september og síðar réttir síðasta laugardag í september, 29 september, strax af lokinni smölun. Tillaga um að Lilja Guðrún Eyþórsdóttir verði réttarstjóri. Samþykkt samhljóða 7-0
Marklýsingamenn: Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson. Samþykkt samhljóða 7-0
Núparétt, verður 9. sept. kl. 13:00.
Réttarstjóri: Baldvin Björnsson. Samþykkt samhljóða 7-0
Marklýsingamenn: Helgi Bergþórsson og Sigurður Valgeirsson. Samþykkt samhljóða 7-0
Svarthamarsrétt, verður 9. september kl. 10:00.
Réttarstjóri: Arnheiður Hjörleifsdóttir Samþykkt samhljóða 6-0. AH situr hjá.
Marklýsingamenn: Guðmundur Friðjónsson og Brynjólfur Ottesen. Samþykkt samhljóða 7-0
Skilamenn útrétta verða Baldvin Björnsson og Hannes Magnússon í Hreppsrétt. Samþykkt samhljóða 7-0
Stefán Ármannsson og Brynjólfur Ottesen að Þverfelli og í Oddstaðarétt. Samþykkt samhljóða 6-0. SÁ situr hjá.

7.Öryggismál í sumarhúsabyggðinni Kambshólslandi.

1208015

Erindi frá Pétri Þórðarsyni, form. sumarhúsaeigenda í Kambhólslandi.
SSJ fór yfir erindið og lagði til að boðað verði til fundar með félaginu. SAF ræddi að ljósleiðaravæðing gæti nýst vegna öryggisvörslu í sumarhúsabyggðum og rifjaði upp fund sem haldinn var að Hlöðum varðandi öryggismál. LJ ræddi öryggishlið við sumarhúsabyggðum. SÁ ræddi hliðlokun t.d. á reiðleiðum og fleira. ÁH öryggismál og ræddi hvort taka ætti td sorphirðu og flokkun til umræðu. HV ræddi fundarhöld varðandi öryggisvörslu almennt í Hvalfjarðarsveit. SSJ lagði til að boðað verði til fundar varðandi öryggisvörslu almennt með sumarhúsafélögum í Hvalfjarðarsveit og þau mál sem óskað er að ræða. Sveitarstjóra falið að boða til fundarins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Umgangur búfjár í landi Hafnarsels.

1204041

Drög að samkomulagi um fjárrekstur.
SSJ ræddi erindið og að málsaðilar hittust 27. ágúst og ræddu drög að samkomulagi. LJ gerði grein fyrir fundinum. Erindið framlagt.

9.Körfubíll fyrir slökkvilið Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

1208023

Erindi frá slökkviliðsstjóra Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
SSJ fór yfir erindið. Lagði til að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Akraneskaupstaðar og Slökkviliðsins áfram varðandi kostnaðarskiptingu og fleira. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Óskað eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

1208024

Erindi frá fjármálaráðuneytinu, dagsett 16. ágúst 2012.
Lagt fram.

11.Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

1207011

Aðalfundur SSV dagana 31. ágúst og 1. sept. Ársreikningur SSV fyrir árið 2011, liggur frammi.
ÁH lagði til að Sævar Ari Finnbogason fari með umboð á aðalfundi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. SSJ lagði til að Ása Helgadóttir verði varamaður. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.Beiðni um kynningarfund.

1208030

Að sveitarstjórn að fá aftur smá kynningu á rétti sveitarstjórnamanna og sveitastjóra til upplýsingar um upplýsingarskyldu þeirra á milli, en lögmaður sveitarfélagsins og endurskoðandi fóru aðeins inn á þetta á vordögum 2010 með sveitarstjórn og sveitarstjóra, held það sé orðið tímabært að fara yfir þetta aftur. Að beiðni Stefáns Ármannssonar.
SÁ ræddi erindið. ÁH ræddi erindið. SSJ ræddi erindið og lagði til halda slíka kynningu. SAF ræddi fram komna hugmynd varðandi kynningarfund. SÁ ræddi erindið. SSJ lagði til að fela sveitarstjóra að koma á kynningarfundi varðandi sveitarstjórnarmál og fá Jón Hauk Hauksson lögmann og Jóhann Þórðarson endurskoðanda til þess að halda erindi á fundinum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

13.Fæðisgjöld í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1208031

Tillaga frá fjármálastjóra. KHÓ.
KHÓ fór yfir erindið og lagði til að sveitarstjórn samþykkti breytingu á gjaldskrá. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

14.Rekstraryfirlit.

1208028

Janúar - júní.
KHÓ fór yfir yfirlitið. Erindið framlagt.

15.Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.

1104023

Samantekt og greinagerð frá starfshópi um hitaveituvæðingu kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.
ÁH fór yfir samantektina. AH ræddi erindið og lagði til að halda starfi hópsins áfram. Lagði fram eftirfarandi fyrirspurn; Í samantekt starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit kemur fram að starfshópurinn hefur reynt að semja við eigendur Leirárskóga ehf. um að fá heitt vatn úr holu 3. Í samantektinni segir að ásættanlegir samningar hafi ekki tekist. Fyrirspurn AH: Hver er meginástæða þess að formaður starfhópsins telur að ásættanlegir samningar hafi ekki tekist?

HV tók undir að halda áfram starfi starfshópsins. Ræddi hitaveituvæðingu í Hvalfjarðarsveit. SAF ræddi erindið og hvort mögulegt er að fá afhent heitt vatn við Tungupall. Lagði til að umboð starfshópsins verði framlengt. Ræddi samningaviðræður við Leirárskóga. SSJ áréttaði að leitað var eftir samningum um heitt vatn frá OR til nota á svæðinu við Bjarkarás og Innnesinu en OR getur ekki orðið við erindinu. ÁH ræddi efni skýrslunnar. Svaraði fram kominni fyrirspurn; Ekki fengust ásættanleg verð og framkvæmd að mati starfshópsins og í svari Leirárskóga frá í október 2011 kemur það fram. SSJ svaraði einnig fram kominni fyrirspurn varðandi verð og framkvæmd. SAF ræddi fram komna fyrirspurn. ÁH svaraði fram kominni fyrirspurn og vísaði í svar Leirárskóga frá 9. október 2011 varðandi verð og framkvæmd. SSJ leggur til að sveitarstjórn samþykki að nefndin starfi áfram til næsta sveitarstjórnarfundar og þá verði endurskipað í nefndina og erindisbréf haft á dagskrá. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Erindið framlagt.

16.Landshæðarkerfi Íslands, ISH2004.

1207023

Frá Landmælingum Íslands, dagsett 5. júlí. Tækniskýrslan liggur frammi.
SSJ lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

17.Nýsköpun í opinberum rekstri.

1207024

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. júlí, 2012.
Erindið framlagt.

18.Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga.

1107002

Úrskurður umhverfisráðuneytisins dags. 17. júlí 2012 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 19. sept. 2011 um að fyrirhuguð verksmiðja skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
SAF lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

19.Afturköllun í ár hluta af reglugerðarbreytingunni (960/2010) er nær til framlaga í tengslum við yfirfærslu á rekstri grunnskólans.

1208003

Erindi frá innanríkisráðuneytinu (Jöfnunarsjóði), dagsett 1. ágúst 2012.
LJ fór yfir erindið. SAF þakkaði sveitarstjóra fyrir að fylgja málinu fast eftir. Áréttaði að ríkinu ber að standa við samninga þegar farið er að ræða flutning verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga. Lagt fram.

20.Staðarval fyrir nýjan urðunarstað.

1208004

Erindi frá Sorpu, Sorpurðun Vesturlands Sorpeyðingarstöðvum Suðurnesja og Sorpstöðvum Suðurlands.
SSJ lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

21.Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum.

1208005

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Liggur frammi.
Erindið framlagt

22.Réttir 2012.

1208006

SSJ gerði grein fyrir fundi með fjáreigendum þann 26. ágúst og í fundargerð er lagt til við sveitarstjórn að fyrri Reynisrétt verði næst síðasta laugardag í september og síðar réttir síðasta laugardag í september. Lagt fram.

23.Til að tryggja velferð barna í kjölfar efnahagshrunsins.

1208025

Frá velferðaráðuneytinu, Velferðarvaktin.
Vísað til kynningar í fjölskyldunefnd.

24.Skólaakstur grunnskóla.

1103050

Samningar liggja frammi á fundinum.
SSJ óskaði eftir að víkja af fundi. LJ óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

25.Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.

1208027

Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012.
SSJ lagði fram tillögu; Sveitarstjórn felur kjörstjórn að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna. SAF ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

26.Varðandi skipulags leita í Akrafjalli.

1108007

Staðan á endurbótum á réttarðstöðu við Akrafjall samanber fundargerð 112 fundar sveitarstjórnar 24.08.2011 liður 19 mál 1108007. Á dagskrá að beiðni Stefáns Ármannssonar.
LJ lagði fram minnisblað varðandi Reynisrétt og fl. SSJ ræddi hugmyndir varðandi endurbætur á réttaraðstöðu. SÁ ræddi minnisblaðið og fyrirkomulag rétta. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH spurðist fyrir varðandi framkvæmdir við Svarthamarsrétt. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi viðhald á réttum. SAF ræddi viðhaldsframkvæmdir við réttir. SSJ ræddi ástand Svarthamarsréttar og almennt varðandi réttir. Erindið framlagt.

27.Heiðarskóli og starfsmannamál.

1208029

Á dagskrá að beiðni Stefáns Ármannssonar.
SÁ lagði til að annað en það sem þegar er fram komið verði rætt utan fundar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar