Fara í efni

Sveitarstjórn

131. fundur 10. júlí 2012 kl. 16:00 - 20:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari
  • Anna Leif Elídóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka mál 1207020. Samþykkt samhljóða.Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir 2.lið USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 130

1206002F

LJ gerði grein fyrir að listi yfir starfsfólk sveitarfélagsins verður lagður fram á næsta fundi. HV spurðist fyrir varðandi lið 12. LJ, SSJ og SAF svöruðu fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 13

1206004F

HHK fór yfir efnisatrið fundargerðarinnar og benti á að erindi hefur komið í dag varðandi lið 2. frá Landsneti að byggingar 1. áfanga eru í meira en 100 metra fjarlægð frá Grundatangavegi. SÁ ræddi dagsetningar á fundum USN nefndar. SAF svaraði fram komnum athugasemdum. Fundargerðin framlögð.
  • 2.1 1111052 Grundartangi stóriðnaðarsvæði tengivirki.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 13 Skipulags- og Byggingarfulltrúa er falið að svara framkomnum athugasemdum.
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og birt í B-deild stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.2 1207014 Umsókn um undirbúningsframkvændir.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 13 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að hafnar verði undirbúningsframkvæmdir að því gefnu að undanþága fáist vegna nálægðar við tengiveg. Bókun fundar SAF ræddi tillöguna. AH ræddi fram komnar upplýsingar. SAF ræddi fram komnar upplýsingar frá Landsneti. Óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.3 1206026 Deiliskipulag vegna 10 kw smávirkjunar í landi Dragháls Hvalfjarðarsveit
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 13 Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að unnið verði að lýsingu deiliskipulagstillögunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málinu framgang. Bókun fundar HV spurðist fyrir varðandi áhrif af smávirkjun á vatnasvæði Laxár. SAF gerði grein fyrir skipulagsferlinu og að hér er um að ræða að fara með málið í lýsingu við deiliskipulagstillögu. HV ræddi að ekki hafi farið fram kynning hjá Veiðifélagi Laxár. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.9. fundur nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.

1207016

Fundargerðin framlögð

4.Beiðni um bundið slitlag á plan fyrir framan Laxárbakka.

1206049

Erindi frá Ingvari Þ. Gunnarssyni.
SSJ lagði til að erindinu verði hafnað. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

5.Tillaga að samningi milli sveitarfélaganna vegna búsetuverkefnis.

1207017

Erindi frá Akraneskaupstað. Samningur á milli Akraneskaupstaðs, Hvalfjarðarsveitar og Reykhólahrepps.
Samningurinn samþykkur samhljóða 7-0.

6.Fasteignamat 2013.

1207005

Erindi frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 2. júlí 2012.
LJ benti á að fasteignamat hefur hækkað um 6,8 % og landmat um 6,6% í Hvalfjarðarsveit. Ábendingum skal komið á framfæri við Þjóðskrá fyrir 1. ágúst nk. Erindið framlag.

7.Beiðni um styrk til að sameina allar uppl. og fræðslu um einelti meðal barna í 4x50 mín. sjónvarpsseríu.

1207013

Erindi frá Ljósboga kvikmyndagerð, dagsett 26. júní 2012.
SAF lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Beiðni um styrk vegna inntökuprófs í læknisfræði.

1207019

Erindi frá Ásdísi Björgu Björgvinsdóttur, dagsett 4. júlí 2012.
SSJ lagði til að erindinu verði hafnað. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Alifuglabúið Fögrubrekku - útgáfa starfsleyfi.

1207020

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, áður sent í tölvupósti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu til Alifuglabúsins Fögrubrekku. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Kynningarefni frá Markaðsstofu Vesturlands.

1207008

Kynningarefnið liggur frammi.
Erindið framlagt

11.Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

1207011

Aðalfundurinn verður haldinn í Stykkishólmi 31/8 og 1/9 2012.
Erindið framlagt

12.Ungt fólk og lýðræði 2012.

1207004

Ungmennaráðstefna sem haldin var 29. - 31. apríl 2012. Skýrslan var send rafrænt.
Erindið framlagt

13.Greiddur arður.

1206051

Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 21. júní 2012.
Erindið framlagt

14.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar 2012.

1206022

Fundargerð. Ársreikningur 2011, liggur frammi.
Fundargerðin framlögð

15.Fjárlaganefnd hyggst breyta áherslum sínum við fjárlagagerðina og óskar eftir viðbrögðum.

1206033

Áður á dagskrá sveitarstjórnar 26. júní 2012.
Sveitarstjórn tekur undir með stjórn SSV um að bjóða fjárlaganefnd til funda á Vesturlandi. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða fjárlaganefnd til fundar í Hvalfjarðarsveit í ágústmánuði. Sveitarstjóra falið að koma erindinu til nefndarinnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

16.15. fundur stjórna Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1207009

Fundargerðin framlögð

17.89. fundur stjórnar SSV, 25. júní 2012.

1207010

Fundargerðin framlögð

18.798. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1207003

Fundargerðin framlögð

19.99. fundur Faxaflóahafna.

1206050

Fundargerðin framlögð
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu.
Með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir sveitarstjórn að fella niður reglulegan fund í sumarleyfi sveitarstjórnar 24. júlí. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá 10. ágúst 2012. LJ ræddi að fella fund niður. SÁ ræddi fundi sveitarstjórnar. SAF ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Efni síðunnar