Fara í efni

Sveitarstjórn

179. fundur 26. ágúst 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð fólk velkomið til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 178

1407004F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 43

1408004F

AH fór yfir fundargerðina.
Fundargerðin framlögð.

3.20. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1408007


AH tók til máls og lýsti yfir ánægju sinni með störf menningarmálanefndar. Hvalfjarðardagar eru haldnir næstkomandi helgi og vakti AH athygli á stórglæsilegri dagskrá.
BH tók undir orð AH.
Fundargerðin framlögð.

4.8. fundur landbúnaðarnefndar.

1408017

BH fór yfir tillögu nefndarinnar um réttir í Hvalfjarðarsveit haustið 2014.
2) Fjallskil:
A) Leitarsvæði Núparéttar. Fyrri leit er laugardaginn 13. sept og seinni laugardaginn 27. sept. Fyrri rétt er sunnudaginn 14. sept kl. 13 og seinni rétt
laugardaginn 27. sept að smölun lokinni.
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Magnús Hannesson.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingarmenn eru Helgi Bergþórsson og Sigurður Valgeirsson
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Magnússon.
B) Leitarsvæði Reynisréttar. Fyrri leit laugardaginn 20. sept og seinni leit laugardaginn 27. sept.
Réttir eru að smölun lokinni.
Leitarstjóri er Ólafur Rúnar Ólafsson
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir
Marklýsingarmenn eru Sigurður Hjálmarsson og Haraldur Benediktsson.
C) Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Fyrri leit er föstud. 12 og laugard. 13. sept. Seinni leit laugard. 27. sept og sunnudag 28. sept.
Fyrri rétt er sunnudag 14. sept kl 10 og seinni rétt sunnudag 28. sept þegar smölun er lokið.
Leitarstjóri Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingarmenn Guðmundur Friðjónsson og Brynjólfur Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt Stefán Ármannson og Jón Ottesen.
Fyrsta leit í landi Efra-Skarðs, Hóls, Hlíðarfótar, Eyrar, Kambshóls, Glammastaða auk lands Geitabergs og Dragháls sem eru vestan skógræktargirðingar verður föstud. og laugard. 19. og 20. sept. Þeim úrtíning sem þar kemur verður annaðhvort skilað til eigenda eða geymdur til seinni Svarthamarsréttar.

Tillagan samþykkt 7-0.

BH leggur til að sveitarstjóra sé falið að tilkynna nágrannasveitarfélögum og óska eftir athugasemdum við þær leitir sem ekki eru í samræmi við fjallskilareglugerð.
Samþykkt samhljóða 7-0.

5) önnur mál: Nefndin fer fram á að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða að höfðu samráði við réttarstjóra.
BH leggur til að sveitarstjóra verði falið að vinna að málinu í samráði við réttarstjóra.
Tillagan samþykkt 7-0.

5.43. fundur fjölskyldunefndar.

1408018

ÁH fór yfir fundargerðina.

3) Eineltisáætlun sveitarfélagsins. Oddviti leggur til að vísa drögum að eineltisáætlun til fræðslu- og skólanefndar. Einnig að sveitarstjóra og félagsmálastjóra verði falið að vinna áfram að áætluninni og kynna hana fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.
Tillagan samþykkt 7-0.

Fundargerðin framlögð.

6.Beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjaldi.

1408009

Erindi frá Steinunni Jóhannsdóttur gjaldkera Narfastaða ehf..
BH fór yfir erindið og lagði til eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður sorphirðugjald fyrir íbúðarhúsið á Narfastöðum fyrir árið 2014. Fjármálastjóra er falið að fara yfir málið með bréfritara og byggingarfulltrúa varðandi sorphirðugjöld og önnur þjónustugjöld.
Tillagan samþykkt 7-0.

7.Ósk um kostnaðarþátttöku vegna leikskóladvalar utan sveitarfélagsins.

1408011

Erindi frá Birnu Maríu Antonsdóttur, dagsett 14. ágúst 2014.
BH fór yfir erindið og leggur til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar.
Tillagan samþykkt 7-0.

8.Félagsheimilið Hlaðir - Rekstrarleyfi - Endurnýjun

1408010

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi.
BH fór yfir erindið.

Framlagt erindi Sýslumannsins í Borgarnesi þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar á umsókn Guðjóns Sigmundssonar f.h. Ísípísý ehf. kt 590109-0880 um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gisti- og veitingahús að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit. BH leggur til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra afgreiðslu erindisins í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Tillagan samþykkt 7-0.

9.Sorphirðumál o.fl.

1408013

Erindi frá Reynir Ásgeirssyni, formanni Svarfhólsskógar, félags eignarlóða í Svarfhólsskógi.
BH fór yfir erindið og leggur til að vísa erindinu til USN nefndar.
AH tók til máls. Telur eðlilegt að erindið fari til USN nefndar og óskar eftir að heyra frá sveitarstjórnarmönnum með að endurskoða hreinsunarátak og skoða með Íslenska gámafélaginu möguleika á að bæta þjónustuna án mikils hækkunar á kostnaði.
ÁH tók til máls. Tekur undir orð AH og er hlynnt því að skoða þetta í heild sinni.
HS tók til mál. Er sammála síðasta ræðumanni og telur vert að skoða þetta, enda hagsmunamál allra.
BH tekur undir orð sveitarstjórnarfólks og telur það vera til hagsbóta fyrir sveitarfélagið að endurskoða þetta.
Tillagan samþykkt 7-0.

10.Opnun sundlaugarinnar að Hlöðum á Hvalfjarðardögum 2014.

1408019

Erindi frá oddvita.
BH fór yfir erindið og leggur til að sundlaugin að Hlöðum verði opin föstudaginn 29. ágúst, laugardaginn 30. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst frá kl. 13 til 19. Jafnframt að gjaldfrjálst verði í sundlaugina laugardaginn 30. ágúst.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 160.000 kr. samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. stjórnsýslulaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 5971-21085.
Tillagan samþykkt 7-0.

11.Beiðni um umsögn vegna fjárfestingarverkefnis.

1404014

Ósk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áætlun á fasteignamati og útreikningum vegna ívilnana á fasteignaskatti vegna Silicor Materials.
BH fór yfir erindið.

BH leggur til eftirfarandi bókun:
Fasteignamat væntanlegrar eigna félagsins liggur ekki fyrir , sveitarfélagið hefur þar af leiðandi ekki forsendur til að áætla fasteignamat og getur því ekki áætlað fjárhæð ívilnunar. Einu upplýsingarnar sem Hvalfjarðarsveit er kunnugt um að liggi fyrir í þessu efni eru áætlanir fyrirtækisins sjálfs um að kostnaður vegna mannvirkja geti numið um 112.000.000 USD og vegna lóðar um 8.400.000 USD, samtals um 120.400.000 USD eða rúmum 14.000.000.000 kr. Hvalfjarðarsveit er reiðubúin til að veita félaginu samskonar ívilnun vegna fasteignaskatta og gert var ráð fyrir í lögum nr. 99/2010, eða allt að 50 % í allt að 10 ár.

Tillagan samþykkt 6-0. AH situr hjá.
AH tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

12.Beiðni um stuðning við söngnám í Reykjavík.

1408020

Erindi frá Hlyni Eyjólfssyni.
BH fór yfir erindið og lagði til að erindinu yrði hafnað á grundvelli þess að Hvalfjarðarsveit er aðili að Tónlistarskóla Akraness.
Tillagan samþykkt 7-0.

13.Beiðni um rimlahlið ofan við Fannahlíð.

1408021

Erindi frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.
BH fór yfir erindið.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og oddvita að ræða við bréfritara.
Tillagan samþykkt 7-0.

14.Rekstraryfirlit janúar-júní 2014.

1408014

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

15.Greiddur arður frá Faxaflóahöfnum.

1408008

Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 6. ágúst 2014.
Bréf Faxaflóahafna dags. 6.8.2014, þar sem gerður er grein fyrir arði sem greiddur hefur verið til Hvalfjarðarsveitar að upphæð kr. 16.103.532 kr.
Lagt fram.

16.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - júní 2014.

1408022

Frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 21. ágúst 2014.
Erindið framlagt.

17.123. fundur Faxaflóahafna.

1408012

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar