Fara í efni

Sveitarstjórn

169. fundur 08. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
 • Ása Helgadóttir varaoddviti
 • Sævar Ari Finnbogason ritari
 • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.

Að auki sat fundinn sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 168

1403004F

AH óskaði eftir upplýsingum að varðandi lið 3, aðalskipulagsbreyting á Grundartanga. Óskaði upplýsinga varðandi lið 23. kynningarfundur varðandi umhverfisvöktun.
LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 37

1403006F

Fundargerðin framlögð
 • 2.1 1403049 Hreinsun á kísilmálmi til framleiðslu á 16.000 tonnum af sólarkísil á Grundartanga - Matsskyldufyrirspurn.
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 37 Gerð voru drög að umsögn. Bókun fundar SAF fór yfir umsögn USN nefndar. SÁ spurðist fyrir varðandi hvort önnur gögn hafi borist varðandi erindið. AH rædd umsögnina. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum.
  Sveitarstjórn samþykkir umsögn USN nefndar með áorðnum breytingum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.Breyting deiliskipulags Hafnarskógar í landi Hafnar 2

1311066

Óveruleg breyting deiliskipulags Hafnarskógar 73 og 75 í landi Hafnar 2 var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram 26. febrúar til 26. mars 2014. Engar athugasemdir bárust.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

4.107. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1403002

Afreksstyrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar.
ÁH ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fór yfir reglur um afreksstyktkarsjóð lagði til að breyta fyrsta lið á þann veg að úthluta 150.000 kr í hvort sinn og lagði til að samþykkja reglurnar. Tillaga ÁH samþykkt samhljóða 7-0. Reglurnar samþykktar samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð

5.Auka fjárveiting v/viðhalds Heiðarborgar.

1404003

Erindi frá umsjónarmanni fasteigna Hvalfjarðarsveitar.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja erindið. Lagði til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 600.000 kr. samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. stjórnsýslulaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 5971-2185. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Lóð heimavistar Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 4 á Akranesi.

1404002

Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 18. mars 2014.
SSJ lagði til að vísa erindinu til afgreiðslu við fjárhagsáætlun 2015 og lagði til að að tryggt verði að öll sveitarfélögin samþykki framlög til verkefnisins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

7.Hvalfjarðarsveitahlaup DHSI.

1404004

Erindi frá Draghundasporti Iceland, dagsett 28. mars 2014.
SSJ fór yfir erindið. SAF ræddi erindið. SSJ lagði eftirfarandi til; Sveitarstjórn telur það ekki á sínu forræði að veita leyfi fyrir slíkri keppni. AH ræddi erindið og benti á að líklegir leyfisveitendur séu Vegagerðin lögregla og sýslumaður vegna umferðar á vegunum. SSJ lagði eftirfarandi til; Sveitarstjórn telur það ekki á sínu forræði að veita leyfi fyrir slíkri keppni en bendir á Vegagerðina lögreglu og sýslumann vegna leyfisveitinga. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Iðnaðarsvæðið á Grundartanga - hljóð- sjón- og útblástursmengun.

1404006

Erindi frá formanni félags frístundarbyggðar í Raðahverfi á landi Háls í Kjós.
SSJ ræddi erindið. AH ræddi erindið og bendir á að verið er að taka upp aðalskipulagið til þess að taka á útblæstri brennisteinstvíoxíðs og flúors lagði til að vísa erindinu til Umhverfisstofnunar til umfjöllunar og benda bréfritara á kynningarfund um umhverfisvöktun sem haldinn verður 9. apríl. SAF ræddi erindið og bendir á að koma erindinu til umfjöllunar hjá iðjuverunum og til Faxaflóahafna.
SSJ lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar hjá Umhverfisstofnun, iðjuverunum og hjá Faxaflóahöfnum. Tillagan samþykkt 7-0

9.Tillaga vegna óbundinna kosninga.

1404012

Frá Sævari Ara Finnbogasyni, dagsett 4. apríl 2014.
LJ fór yfir lögfræðiálit lögfræðinga sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fram komna tillögu, ábendingar hans eru að leita til innanríkisráðuneytisins varðandi framkvæmdina og bendir á að kynning á frambjóðendum fari ekki fram fyrr en að framboðsfrestur er liðinn það er 10. maí nk. LJ lagði til að fara að ábendingum Guðjóns Bragasonar lögmanns sambandsins. SAF fór yfir erindið og ábendingar Guðjóns Bragasonar og að það staðfesti að tillagan stangist ekki á við lög. AH ræddi fram komna tillögu og lögfræðiálit sambands sveitarfélaga. SSJ ræddi fram komna tillögu. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH ræddi erindið og lagði til frestun á fram kominni tillögu og að fá álit lögfræðinga innanríkisráðuneytisins varðandi fram komna tillögu. Tillagan felld með atkvæðum HV, AH SÁ og SAF. Samþykkir voru SSJ HHJ og ÁH. AH ræddi erindið. ÁH ræddi fram komna tillögu. LJ ræddi fram komna tillögu og benti á að ekki fylgja fjármunir til verkefnisins. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum og benti á fjármuni í fjárhagsáætlun við endurnýjun á heimasíðu. HHJ benti á þá sem ekki eru tölvutengdir og ekki hafa aðgang að neti. Benti á að gera sérstaka heimasíðu fyrir frambjóðendur. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga SAF samþykkt með 4 atkvæðum SÁ, SAF, HV og AH. SSJ, HHJ og ÁH sitja hjá við afgreiðsluna

10.Beiðni um umsögn vegna fjárfestingarverkefnis.

1404014

Erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 2. apríl 2014.
LJ fór yfir erindið og viðræður við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Lagði til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að undirbúa umsögn. SAF ræddi erindið.
Tillaga um að fela sveitarstjóra að undirbúa umsögn varðandi erindið til sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

11.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ofh. 2014.

1403003

Frá Lánasjóði Sveitarfélaga ofh. dagsett 2. apríl 2014.
Erindið framlagt

12.Aðalfundarboð Menningarráðs Vesturlands.

1403040

Fjárhagsáætlun 2014. Ársskýrsla Menningarráðs Vesturlands 2013 liggur frammi.
Fundargerðin framlögð

13.Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.

1404009

Ársskýrsla 2013, ársreikningur 2013 og starfsáætlun 2014 Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi liggja frammi.
Ársskýrsla, ársreikningur og starfsáætlun framlögð.

14.Vesturlandsstofa aðalfundur.

1404010

Ársreikningur 2013 liggur frammi.
Erindið framlagt

15.Aðalfundur 2014, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.

1404011

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2013 liggur frammi.
Ársskýrsla framlögð

16.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, 28. mars 2014 og lög SSV.

1403011

Lög samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, liggja frammi.
ÁH gerði grein fyrir lagabreytingum en afgreiðslu þeirra er frestað til haustfundar. Erindið framlagt

17.Til umsagnar frumvarp til laga um eflingu tónlistarnáms(nám óháð búsetu), 414. mál.

1404013

Erindi frá Alþingi, dagsett 4. apríl 2014. Þegar sent form. fræðslu- og skólanefndar og skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

18.4. verkfundagerð vegna ljósleiðaraverkefnis.

1404008

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar