Fara í efni

Sveitarstjórn

168. fundur 25. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
 • Ása Helgadóttir varaoddviti
 • Sævar Ari Finnbogason ritari
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
 • Björgvin Helgason 1. varamaður
 • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða að taka lið 6, ársreikning 2013 síðari umræða fyrst á dagkrá.
Samþykkt samhljóða.


Að auki sat fundinn fjármálastjóri undir lið 6 og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 167

1403001F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 35

1403003F

LJ gerð grein fyrir að liður 13 fellur niður og er leiðrétting og afgreiðsla hans á 36. fundi sjá liður 4 í fundargerðinni.
SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi meðal annars umhverfisviðurkenningar. Fundargerðin er framlögð
 • 2.9 1403020 Brekkubær - Vestra Miðfell - Viðbygging
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 35 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
 • 2.10 1403022 Glammastaðir - Stofnun lögbýlis
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 35 Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis en bendir á eftirfarandi atriði:
  -þinglýsingarvottorð er of gamalt.
  -landamerki eru ekki staðfest af eigendum aðliggjandi lands.
  -umsókn er í nafni Glammastaða en fyrirtækið með nýtt nafn.
  Bókun fundar Erindinu frestað, sjá bókun í lið 3.4 í 36. fundargerð USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 36

1403005F

SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð

4.15. og 16. fundur starfshóps vegna hitaveituvæðingar.

1403026

Fundargerðirnar framlagðar

5.4. fundur stýrihóps um húsnæðismál leikskólans.

1403044

SSJ fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. SAF ræddi fundargerðina og lýsti yfir stuðningi við hugmyndir stýrihópsins og þakkaði vel unnin störf. SSJ ræddi lið 3. varðandi framtíðarhúsnæði skólans. BH ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. ÁH ræddi lið 3 í fundargerðinni og telur að rétt sé að huga að nánari uppbyggingu á leikskóla í Krosslandi. SSJ ræddi lið 3. Fundargerðin framlögð.

6.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2013.

1403006

Síðari umræða.
Síðari umræða. SÁ ræddi aukningu á viðhaldi og ræddi hækkun á launagjöldum. KHÓ svaraði fyrirspurnum og mun senda svör til sveitarstjórnar.
SSJ lagði til að samþykkja ársreikninginn. Ársreikningur 2013 samþykktur samhljóða 7-0.

7.Tillaga um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús.

1402017

A) Fyrirkomulag ljósleiðaratenginga, rýmkuð skilyrði fyrir tengingum vegna íbúðarhúsa. B) Viðbótarkostnaður vegna tenginga. Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 42.218.200 kr.
LJ fór yfir erindið. SÁ ræddi lið 3 og lið 5 og spurðist fyrir varðandi eignarhald á lagnakerfi utanhúss. AH spurðist fyrir varðandi lið 2 og benti á að koma á framfæri fréttum um stöðu verkefnisins á heimasíðu sveitarfélagsins. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum, ræddi gjaldskrármál. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. BH ræddi lið 2 og ræddi hvort ekki væri ástæða til þess að hafa sérstak tengigjald. SSJ ræddi fyrirkomulag ljósleiðaratenginga og gjaldskrármál. SAF ræddi lið 2. AH ræddi lið 2. og gjaldskrá ljósleiðaravæðingar. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.
A) Tillaga um rýmkuð skilyrði fyrir tengingum vegna íbúðarhúsa samþykkt samhljóða 6-0. BH situr hjá við afgreiðsluna. SAF óskar eftir að bóka afstöðu sína við lið 2 þar sem gjaldskrá liggur ekki fyrir.

B) Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun samkvæmt 1. málsl. 2. málsgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna rýmkaðra skilyrða fyrir tengingu ljósleiðara í íbúðahús. Kostnaðaraukinn nemur kr. 42,2 miljónum króna og skal mætt með auknum lántökum á árinu 2014. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Hitaveitumál í frístundabyggð í landi Eyrar.

1403035

Stjórn Frístundahúsafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka óskar eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins varðandi hitaveitulagnir á félagssvæði Frístundahúsfélagsins.
SSJ fór yfir erindið. LJ fór yfir erindið og lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í þeirri vinnu sem nú stendur yfir varðandi að kanna möguleika á aukinni hitaveituvæðingu í Hvalfjarðarsveit. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Viðbótarframlag v/fjárhagsáætlun Byggðasafnsins að Görðum 2013.

1403036

Erindi frá Safnasvæði Akranesi, dagsett 5. mars 2014.
SSJ fór yfir erindið. AH ræddi erindið. ÁH svaraði fram kominni fyrirspurn. SSJ lagði til að samþykkja það og að viðbótarframlag bókast á lið 05032-5947 - Safnasvæðið.

10.Endurfjármögnun lána hjá Höfða.

1403037

Erindi frá framkvæmdastjóra Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
SSJ fór yfir erindið og lagði til að sveitarstjórn samþykki að veita framkvæmdastjóra Höfða heimild til þess að endurfjármagna langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til allt að 20 ára. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

11.Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

1403038

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja afskriftirnar þar sem innheimta hefur reynst árangurslaus og skiptalok voru gerð hjá gjaldanda. Búið er eignalaust. Upphæð kr. 946.785 auk áfallins kostnaðar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.Beiðni um rotþró - Skógræktarfélagið.

1402035

Minnisblað sveitarstjóra.
LJ fór yfir erindið. Lagði til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra og byggingafulltrúa að undirbúa samningsdrög við félagið fyrir næsta fund sveitarstjórnar. AH ræddi erindið og ræddi hvort ekki væri rétt að vísa á styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar. SSJ ræddi erindið. Tillaga sveitarstjóra samþykkt 7-0.

13.Beiðni um leiðréttingu á heimilisfangi - Botnsskáli

1402041

Svar frá byggingafulltrúa varðandi erindið.
LJ fór yfir erindið og lagði til að sveitarstjórn samþykkti að senda bréfritara niðurstöður könnunarinnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

14.Starfsemi djáknans á Dvalarheimilinu.

1401041

Afgreiðsla frá bæjarráði Akraness.
SSJ fór yfir erindið. Lagði til að samþykkja erindið um styrk 290.750 til Höfða fjármögnun samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 21-85-5971. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

15.Aðalfundarboð Menningarráðs Vesturlands.

1403040

Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands verður haldinn á Hótelinu í Borgarnesi 28. mars kl. 11:20. Ársreikningurinn liggur frammi. Sent frá stjórn Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
SSJ ræddi erindið og lagði til að sveitarstjóri fari með umboð á aðalfundinum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

16.Tillaga um lýðræðisvef.

1403043

Erindi frá Sævari Ara Finnbogasyni.
SAF ræddi tillöguna. ÁH ræddi framkomna tillögu og lagð til að fela aðalbókara að skoða nánar framkvæmd á tillögunni. AH ræddi uppfærslu á vef Hvalfjarðarsveitar ræddi upplýsingar og beina þátttöku íbúa. LJ ræddi erindið og tók undir að fá útfærslur og nánari kostnaðarupplýsingar á næsta fundi sveitarstjórnar. SAF ræddi erindið. AH ræddi heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. ÁH ræddi erindið. Tillagan samþykkt með atkvæðum SAF, SÁ, AH og BH. SSJ, ÁH og HHJ sitja hjá við afgreiðsluna.

17.Beiðni um afnot án endurgjalds af félagsheimilinu Fannahlíð.

1403045

Erindi frá Jóni Rúnari Hilmarssyni, skólastjóra.
SSJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja beiðni Heiðarskóla um niðurfellingu á leigu fyrir Fannahlíð kr. 40.000. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

18.Stýrihópur varðandi húsnæðismál leikskólans.

1311031

Erindi frá byggingafulltrúa.
SSJ ræddi erindið og lagði til að sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 600.000 kr samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 21-85-5971. SAF ræddi erindið og að verið er að taka ávörðun um viðbyggingu.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

19.Samningur um jarðhitaleit og jarðhitarannsóknir, landnúmer 133187, Hvalfjarðarsveit.

1401016

Drög að samkomulagi við landeigendur Kalastaðakots vegna jarðhitakönnunnar.
LJ fór yfir erindið og lagði til við sveitarstjórn að staðfesta samkomulag við landeigendur Kalastaðakots vegna jarðhitakönnunar. SÁ ræddi erindið og hvers vegna líður svo langur tími frá að samningur var gerður og þar til erindið kemur til sveitarstjórnar. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ spurðist fyrir varðandi afgreiðslu sveitarstjóra á erindinu og hver staðan væri á samningaviðræðum við aðra landeigendur. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ lagði til að samþykkja fram komin samningsdrög. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

20.Rekstraryfirlit janúar 2014.

1403033

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

21.Aðalfundarboð Spalar, 18. mars 2014.

1403012

Skýrsla stjórnar Spalar ehf. 2013. Eignarhaldsfélagið Spölur hf., ársreikningur 2013 samstæðu og móðurfélags liggur frammi.
Erindið framlagt

22.Framlög sveitarfélaga til Menningarsamnings Vesturlands. Staða úthlutunarmála. Fjárhagsáætlun 2014.

1403041

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 14. mars 2014.
Erindið framlagt

23.Opinn kynningarfundur um niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga, rekstrarárið 2013.

1403042

Erindi frá verkefnastjóra umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundarganga. Áður sent USN nefnd, skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og sveitarstjórn.
Erindið framlagt. SAF tilkynnti að hann myndi sækja fundinn.

24.Úttekt á slökkviliði Akranes og Hvalfjaðrasveitar 2013.

1403007

Niðurstaða byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra á úttekt Mannvirkjastofnunar.
Erindið framlagt

25.15. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.

1402016

Frá Skorradalshreppi.
Fundargerðin framlögð

26.77. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf., 27. febrúar 2014.

1403032

Fundargerðin framlögð

27.118. fundur Faxaflóahafna.

1403039

A) fundargerð. B) ársreikningur 2013. C) greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings 2013. D) breyting á fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. 2014. Ársreikningur og greinargerð liggja frammi og hafa verið send rafrænt til sveitarstjórnar.
A) fundargerðin framlögð.
B) ársreikningur framlagður
C) greinargerð vegna ársreiknings, framlögð
D) breyting á fjárhagsáætlun 2014, framlögð

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar