Fara í efni

Sveitarstjórn

162. fundur 14. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og
var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
SSJ óskaði fundarmönnum gleðilegs nýs árs og þakkaði liðið.
Að auki sat fundinn sveitarstjóri og ritaði fundargerð

1.Sveitarstjórn - 161

1312001F

Fundargerðin framlögð

2.39. fundur fjölskyldunefndar.

1312021

HHJ ræddi alment um efnisatriði fundargerðarinnar og benti á að til stendur að halda fund með fyrirtækinu Greining og ráðgjöf varðandi forvarnarmál. AH spurðist fyrir varðandi fyrirhugaðan fund og hvort til standi samstarf við fræðslu- og skólanefnd varðandi verkefnið og spurðist fyrir varðandi nánari upplýsingar um fyrirtækið. HHJ svaraði að fram komnum fyrirspurnum og að fundurinn væri í framhaldi umræðum vegna Pisa könnunar. SAF ræddi almennt um niðurstöður Pisa könnunar. ÁH ræddi um samstarf milli fræðslu- og skólanefndar varðandi fyrirhugaðan fund.
Fundargerðin framlögð

3.12. fundur nýsköpunarsjóðs og ákvörðun stjórnar.

1312042

SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar og lagði til að samþykkja tillögu stjórnar sjóðsins um styrk kr. 300 þúsund til tónlistarverkefnis Dreamvoices í tilefni af árstíðarhátíð Hallgríms Péturssonar en 400 ár eru frá fæðingu hans. Verkefnið felst í að setja upp óperuna "Í Skálholti" en fyrirhugað er að setja óperuna á svið í Hvalfjarðarsveit í tilefni af afmælisári Hallgríms Péturssonar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð.

4.Starf félagsmálastjóra og æskulýðsmál

1312002

Frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
LJ fór yfir að búið er að kynna erindið fyrir fulltrúum í fræðslu- og skólanefnd og fjölskyldunefnd, kynningin fór fram 13. jan. Fór yfir að fundarmenn tóku jákvætt í tillöguna en ræddu möguleika á að hækka starfshlutfallið. LJ lagð til við sveitarstjórn að fá heimild til þess að auglýsa starfið. SÁ ræddi fram komna tillögu og að hann hafi ekki áttað sig á fundarboði sameiginlegs fundar. Spurðist fyrir varðandi starfshlutfall og starf í félagsmiðstöð. AH ræddi fram komna tillögu og spurðist fyrir varðandi fyrirkomulag í minni sveitarfélögum, spurðist fyrir varðandi utanumhald við félagsmiðstöð. Velti upp hvort eðlilegra væri að starfsmaður félagsmiðstöðvar væri starfsmaður skóla. Spurðist fyrir varðandi viðhorf fyrri starfsmanna. SAF ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

5.Faghópur til starfa með menningarfulltrúa.

1401001

Erindi frá stjórn SSV þar sem óskað er eftir að tilnefndir verði þrír einstaklingar til starfa í ráðgjafahóp sem er ætlað að starfa með menningarfulltrúa að úthlutun styrkja á Vesturlandi, út frá áherslum menningarsamnings.
LJ ræddi erindið og lagði til að fresta tilnefningu í ráðgjafahóp menningarmála til næsta fundar. HV ræddi erindið og styður frestun. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Hitaveituvæðing - erindi frá ábúendum á Neðra - Skarði.

1401003

A) Erindi frá Sigurði Valgeirssyni, dagsett 29. desember 2013. B) Minnisblað frá sveitarstjóra varðandi erindið.
LJ fór yfir minnisblaðið og gerði grein fyrir vinnu við gagnaöflun og að Gísli Karel Halldórsson hjá Verkís er að vinna samantekt fyrir sveitarstjórn. Þegar samantektin liggur fyrir er fyrirhugað að boða til vinnufundar með sveitarstjórn varðandi hitaveituvæðingu á köldum svæðum í Hvalfjarðarsveit.

ÁH ræddi erindið og fór yfir hvað unnið hefur verið í reyna að fjölga notendum hitaveitu. SÁ ræddi framkvæmdir við skoðun á að afla heits vatns og að upplýsingar varðandi vinnslu á könnunarholum og að ekki hafi miðað áfram í því verkefni. SAF ræddi erindið og að heppilegast sé að nýta þær veitur sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og samspil þar á milli. Ræddi að margt hefur verið kannað varðandi hitaveituvæðingu án þess að lausnir liggi fyrir. Ræddi bréf Sigurðar Valgeirssonar. Ítrekaði áhuga sinn á hitaveituvæðingu. AH ræddi bréf Sigurðar og að allir sveitarstjórnarmenn hafi fullan hug á verkefninu. Rifjaði upp forsögu málsins. SSJ fór yfir bréf Sigurðar og fór yfir hvað gert hefur verið í málinu á kjörtímabilinu. HV ræddi erindið og fór yfir verkefnið og bréf Sigurðar. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og ræddi mál Hitaveitufélags Hvalfjarðar. AH spurðist fyrir varðandi viðræður við landeigendur vegna könnunarborholna og afhendingu vatns. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Erindið framlagt.

7.L og H listi leggja til að unnin verði hagkvæmisúttekt á varmadælum til húshitunar á köldum svæðum þar sem hitaveitu verður ekki við komið.

1401013

Tillaga frá L og H lista.
SAF ræddi erindið og kosti og galla þess að koma upp varmadælum á köldum svæðum og greiningu á kostnaði, endingartíma afskriftir og fleira.
AH lagði fram viðauka við tillöguna;
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði hagkvæmnisúttekt á varmadælum til húshitunar á köldum svæðum þar sem hitaveitu verður ekki við komið.
Til grundvallar liggi nákvæm kortlagning þar sem fram kemur hvar í Hvalfjarðarsveit hitaveitu verður ekki við komið og hvar möguleikar til lagningar hitaveitu liggja, út frá þeim gögnum sem nú þegar er búið að kosta til og afla.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

Tillaga um að vísa fram kominni tillögu ásamt viðbótartillögu til greiningar með samantekt sem Gísli Karel Halldórsson hjá Verkís er að vinna fyrir Hvalfjarðarsveit.
LJ ræddi fram komna tillögu.
HV ræddi erindið og að rétt sé að kanna reynslu annarra af notkun varmadæla.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Afskriftir krafna.

1401008

Erindi frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
LJ fór yfir að allar innheimtuaðgerðir hafir reynst árangurslausar og lagði til að samþykkja tillögu fjármálastjóra um afskriftir að upphæð kr. 1.788.054. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Ályktun varðandi háskóla á Vesturlandi.

1401011

Erindi frá sveitarstjórn varðandi sjálfstæði háskólanna á Vesturlandi.
SSJ lagði til að fela sveitarstjóra að koma ályktuninni á framfæri við menntamálaráðherra. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Sameiningarkostir og samstarf sveitarfélaganna.

1401012

Erindi frá Skorradalshreppi, dagsett 9. janúar 2014.
SSJ ræddi erindið og gerði grein fyrir sameiginlegum fundi sem haldinn var í síðustu viku varðandi sameiningakosti Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
SAF ræddi erindið og lagði fram tillögu;
Undirrituð vísa til svars síns við sambærilegu erindi Akranesskaupstaðar, þar sem Hvalfjarðarsveit baðst undan viðræðum um sameiningu á þeim forsendum að Hvalfjarðarsveit er ungt sveitarfélag sem varð til fyrir 8 árum við sameiningu fjögurra hreppa. Þar teljum við enn nokkuð verk óunnið innan sveitarfélagsins. Ennfremur er bent á að vandkvæðum sé bundið að sameina leik- og grunnskólamál sveitarfélaganna, en þau málefni eru stærsta viðfangsefni sveitarfélaga í dag. Við er aftur á móti tilbúin til að skoða frekara samstarf sveitarfélaganna. SAF, SSJ HHJ

ÁH ræddi erindið og lagði fram tillögu; Sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindi Skorradalshrepps að sveitarfélagið bjóði íbúum sínum uppá valmöguleika í væntanlegri könnun innan sveitarfélagsins, sveitarstjórn bendir hins vegar á að skólavist fyrir leik og grunnskólabörn í Skorradalshreppi kunni að vera flókin.
SAF ræddi fram komna bókun ÁH og hugmyndir varðandi framkvæmd á skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaganna og hvort sveitarstjórnarmenn væri að lýsa yfir vilja til sameiningar. HHJ ræddi hugmyndir varðandi framkvæmd og afstöðu til sameiningarviðræðna og hug til sameiningar. SÁ lýsti yfir stuðningi við tillögu ÁH.
SSJ ræddi erindið og fór yfir mál er varða skólamál, framkvæmd stjórnsýsluþátta og viðhorf íbúa til sameiningar.
Tillaga ÁH; Tillagan samþykkt með atkvæðum; ÁH, SÁ, AH og HV. SSJ, HHJ og SAF greiða atkvæði geng tillögunni.

11.Afskrift á þing- og sveitasjóðsgjöldum.

1401014

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 9. janúar 2014.
LJ gerði grein fyrir erindinu og lagði til að samþykkja afskriftir höfuðstóll; kr. 162.605 auk áfallins kostnaðar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.Rekstraryfirlit janúar-nóvember 2013.

1401007

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt.

13.Brennuleyfi-umsögn

1312032

Vegna brennu í Melahverfi.
LJ gerði grein fyrir umsögninni. Erindið framlagt.

14.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun, 102. mál.

1312028

Frá Alþingi, dagsett 6. desember 2013. Þegar sent skipulagsfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt

15.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál.

1401009

Frá Alþingi, dagsett 6. janúar 2014. Þegar sent form. USN nefndar og skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

16.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál.

1401010

Frá Alþingi, dagsett 6. janúar 2014. Þegar sent form. landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

17.29. og 30. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjaðrarsveitar.

1312030

Fundargerðirnar framlagðar.

18.Fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. fyrir árið 2013.

1401006

Fundargerðir dagsettar: 6. febrúar, 11. apríl, 23. apríl, 22. maí, 23. september, 26. október, 20. nóvember 2013.
LJ ræddi erindið og að allar fundargerðir fyrir árið 2013 hafi borist 12. desember sl. Ræddi einnig að fundargerðir stjórnar fyrir árið 2012 hafi ekki borist Hvalfjarðarsveit.
Fundargerðirnar framlagðar.

19.115. fundur Faxaflóahafna.

1312027

Fundargerðin framlögð

20.35. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1312026

Fundargerðin framlögð

21.810. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1312029

Fundargerðin liggur frammi, áður send sveitarstjórn. Hægt að sjá hér: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/DisplayMeeting.aspx?id=1312001F
Fundargerðin framlögð

22.102. fundur stjórnar SSV, 18. desember 2013.

1312035

Fundargerðin framlögð

23.Aðalfundur SSV 12. og 13. september, haldinn í Reykholti.

1308013

Aðalfundargerð og framhaldsaðalfundargerð 2013, liggja frammi, áður sendar sveitarstjórn rafrænt.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar