Fara í efni

Sveitarstjórn

161. fundur 10. desember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
  • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sátu fundinn sveitarstjóri og ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 160

1311004F

LJ þakkaði stjórn og framkvæmdastjóra Faxaflóahafna fyrir höfðinglega bókargjöf; Hér heilsast skipin. Hvalfjarðarsveit sendir heillaóskir í tilefni af 100 afmæli Reykjavíkurhafnar. Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 32

1311003F

SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Lagði til að við lið 7 mál aðalskipulag á Grundartanga mál 1311026 verði bætt víð bókunina; Skipulagsfulltrúi ásamt SAF, BH og fulltrúa frá Faxaflóahöfnum skoði stefnumörkun í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. LJ ræddi lið 8 og að fyrirhugað er að funda með landeigendum ásamt fulltrúum frá Landslagi ehf. SÁ ræddi lið 7 og hvers vegna fulltrúar Faxaflóahafna eigi að starfa með hópnum. HV ræddi lið 2 umgengni á lóðum á Grundartanga. Ræddi lið 7 hugmyndir varðandi breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. SSJ ræddi lið 7 aðalskipulag á Grundartanga ræddi hugmyndir varðandi breytingar. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum ræddi hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi Grundartanga.
Fundargerðin framlögð
  • 2.1 1311017 Endurnýjun á vatnslögn - beiðni um styrk.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 32 Sótt er um styrk eftir að framkvæmdum er lokið. Nefndin samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að verða við umsókn bréfritara og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, enda er verkefnið í fullu samræmi við reglur sjóðsins. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.2 1310018 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir GMR Endurvinnsluna ehf.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 32 Nefndin leggur til að minnisblað verði komið til Umhverfisstofnunar. Nefndin bendir á að umgengni á lóð er ábótavant Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með USN nefnd og samþykkir að senda framlagt minnisblað til Umhverfisstofnunar sem umsögn Hvalfjarðarsveitar varðandi starfsleyfi fyrir GMR. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.3 1308004 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus ehf. fyrir vinnslu áls úr álgjalli.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 32 Starfsleyfi og greinargerð vegna starfsleyfis lagt fram. Nefndin telur að umgengni á lóð er ábótavant. Bókun fundar Lagt fram
  • 2.5 1311066 Breyting deiliskipulags Hafnarskógar í landi Hafnar 2
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 32 USN leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu deiliskipulags í sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grendarkynna skal breytingu deiliskiplags fyrir lóðarhöfum í landi Hafanarskógar nr.69,71,77,79 og landeiganda. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.6 1311026 Aðalskipulag á Grundartanga.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 32 USN nefnd leggur til að SAF BH ásamt fulltrúa Faxaflóahafna skoði stefnumörkun í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar varðandi athafna og iðnaðasvæði, með það að markmiði að vinnan geti orðið grundvöllur að tillögu að breyttu Aðalskipulagi, m.a. hliðsjón af Umhverfisúttekt Faxaflóahafna. Skipulagsfulltrúi verði hópnum til ráðgjafar. Bókun fundar SSJ ræddi tillögu USN og gerir breytingatillögu eftirfarandi: Leggur til að skipulagsfulltrúi SAF og BH ásamt fulltrúa Faxaflóahafna skoði stefnumörkun í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar varðandi athafna og iðnaðarsvæði, með það að markmiði að sú vinna geti orðið grundvöllur að tillögu að breyttu aðalskipulagi, m.a. hliðsjón að umhverfisúttekt Faxaflóahafna. Leggur jafnframt til að síðari setningin "Skipulagsfulltrúi verið hópnum til ráðgjafa " detti út.
    Breytingatillagan samþykkt með 5 atkvæðum, SSJ SAF HHJ ÁH HV. SA situr hjá AH greiðir atkvæði gegn tillögunni.

    Bókun USN nefndar samþykkt með áorðnum breytingum. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum ÁH, HHJ, SAF og SSJ. AH greiðir atkvæði gegn tillögunni. HV og SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.

3.105. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1312014

ÁH fór yfir fundargerðina. AH ræddi umhverfisþing og að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar var með erindið á þinginu. Ræddi lið 1 og stöðuna varðandi að sviðsstjóri leikskóla hefur hætt því starfi. Ræddi matarmál í leik- og grunnskóla. SAF ræddi lið 5 Skólapúlsinn og spurðist fyrir um hvort nefndin hyggist skoða nánar ástæður þess að börn eru að hreyfa sig minna. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH svaraði varðandi lið 5, hreyfingu barna að afloknum skólatíma. Fundargerðin framlögð.

4.Starf félagsmálastjóra og æskulýðsmál

1312002

Samantekt frá sveitarstjóra.
LJ fór yfir erindið og lagði til að fella saman starf æskulýðsfulltrúa og starf félagsmálastjóra í eitt starf og auglýsa eftir starfsmanni í 85% starf. AH ræddi fram komnar hugmyndir og ræddi hvort hægt væri að eiga samstarf með öðrum sveitarfélögum. HV ræddi hugmyndir varðandi breidd málaflokksins og hvernig best fyrirkomið. SAF ræddi fram komnar hugmyndir, mótun starfsins og starfshlutfall. Líst vel á fram komna hugmynd. ÁH ræddi fram komna hugmynd og starfshlutfall tekur jákvætt í hugmyndina. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi fram komna hugmynd og óskaði eftir að fresta afgreiðslunni. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi fram komnar tillögur. SÁ ræddi fram komnar hugmyndir. SAF tók tók undir hugmyndir um að vísa málinu til viðeigandi fagnefnda. HV ræddi fram komnar hugmyndir og að vísa málinu til nefnda. AH ræddi fagleg vinnubrögð og störf nefnda. ÁH spurðist fyrir um viðhorf sveitarstjóra.
Tillaga SÁ um að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar og fjölskyldunefndar. Tillagan samþykkt með atkvæðum SÁ, HV, AH, SAF. HHJ, ÁH sitja hjá SSJ greiðir atkvæði gegn tillögunni.

5.Fundur sveitarstjórnar í desember

1311068

Frá sveitarstjóra.
Tillaga um að fella niður síðari fund í desember 2013. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Beiðni um að íþróttamiðstöðin í Heiðarborg verði opin alla daga vikunnar nema á sunnudögum.

1311006

Frá sveitarstjóra, tillaga frá skólastjóra um breytingu á opnun, viðbótar kostnaður og samantekt frá fjármálastjóra.
LJ fór yfir erindið og lagði til gera tilraun með aukna opnun í 3 mánuði, janúar, febrúar og mars og að útgjöldum verði mætt af óvissum útgjöldum. SAF ræddi fram komna hugmynd og lagði til að samþykkja fram komna hugmynd. AH ræddi tillöguna og lagði til að hafa tilraunaopnunina út skólaárið. SAF ræddi að miða við hugmyndir varðandi tilraunaopnun.
Tillaga um opnunartíma skv tillögu skólastjóra. Samþykkt samhljóða 7-0. Tillaga um að miðað skuli við skólaárið til vors. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Tillaga um að auknum kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum.

7.Skipun stýrihóps varðandi húsnæðismál leikskólans.

1311031

Erindisbréf stýrihóps.
Tillaga um að bæta við; grein 2 samþykkt sveitarstjórnar á tillögu um skipan stýrihóps um undirbúning og endurskoðun á húsnæði leikskólans ásamt greinargerð og að með stýrihópnum starfi skólastjóri. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Verksamningur um reglubundna tæmingu á rotþróm í Hvalfjarðarsveit.

1312001

Erindi frá sveitarstjóra.
LJ fór yfir erindið og lagði til að endurnýja samninga við Hreinsitækni. Þakkaði fyrir verklag varðandi útsendingu á gögnum. SSJ benti á að bæta við grein 1, lögbýli, íbúðarhús og sumarhús og fl. Lagði til að sameina grein 5 og 6. Tillaga um að endurnýja samning við Hreinsitækni ehf. samþykkt samhljóða 7-0.

9.Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

1211014

Aðgangskerfi og þjónustuveitur.
LJ fór yfir erindið og leggur til að þjónustuveitum verði gefin kostur á að bjóða þjónustu frá 1. mars 2014. Bréf hefur verið sent til allra þjónustuveitna um að ljósleiðaralagning sé nú þegar hafin í Hvalfjarðarsveit. Vodafone hefur nú þegar sent inn bréf og lýst yfir áhuga. SAF ræddi erindið og fagnaði framkvæmdum og lagði til að samþykkja að byrja tengingar frá 1. mars 2014. Sveitarstjórn samþykkir að heimila þjónustuveitum tengingar á ljósleiðara frá 1. mars 2014. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Höfði-lántaka.

1312013

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, dagsett 29. nóvember 2013.
Bókun fyrir Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar;
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. til , í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu nýrrar hjúkrunarálmu og breytingu á tvíbýlum í einbýli sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins að eignarhald að félaginu megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hvalfjarðarsveit selji eignarhlut í HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hvalfjarðarsveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Jafnframt er Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra kennitala 0603484729 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hvalfjarðarsveitar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

11.Skýrsla starfshóps til umsagnar hjá sveitarstjórnum.

1312003

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 29. nóvember 2013.
LJ fór yfir erindið. HV ræddi fram komnar tillögur og ábendingar. SAF ræddi erindið og jákvætt að öll sveitarfélögin eigi fulltrúa í stjórn.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fram komnar hugmyndir um stjórnskipulag SSV og tekur undir varðandi breytingar á skipulagi á starfsemi á skrifstofu. Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

12.Áframhaldandi samstarf um menningarmál.

1312008

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 29. nóvember 2013.
Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um samstarf varðandi menningarmál og framtíð menningarsamnings.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vilja til að halda áfram samstarfi um menningarmál á Vesturlandi með svipuðum hætti og verið hefur. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

13.Minnt á endurskoðun verkfallslista.

1312009

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. desember 2013.
LJ lagði fram verkfallslista. Sveitarstjórn samþykkir fram lagðan lista. 7-0.

14.Rekstraryfirlit, janúar-október 2013.

1312015

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

15.Til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.

1312012

Frá Alþingi, dagsett 25. nóvember 2013. Þegar sent skipulagsfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt

16.Til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn), 186. mál.

1312011

Frá Alþingi, dagsett 25. nóvember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt

17.Til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur(námsmenn), 147. mál.

1312016

Frá Alþingi, dagsett 6. desember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt

18.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 197. mál.

1312017

Frá Alþingi, dagsett 6. desember 2013. Þegar sent sveitarstjórn.
Erindið framlagt

19.100. og 101. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

1312006

Fundargerðirnar framlagðar

20.116. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1312004

Fundargerðin framlögð

21.Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi, dags. 15. okt.´13.

1312005

ÁH fór yfir rekstur ársins 2013 og lítur út fyrir að áætlun ársins standist. Fundargerðin framlögð

22.76. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

1312007

Fundargerðin framlögð

23.810. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1312010

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar