Fara í efni

Sveitarstjórn

158. fundur 22. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka lið 8, efnahagsyfirlit fyrst á dagskrá. Samþykkt.
Að auki sátu fundinn sveitarstjóri og ritaði fundargerð, byggingarfulltrúi undir lið 2.1,2 og fjármálastjóri undir 8 lið

1.Sveitarstjórn - 157

1309006F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 29

1309005F

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir lið 2, gjaldskrárhækkun, breytingar á gjaldskrá. SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. SÁ ræddi lið 2 og óskaði eftir upplýsingum um hækkun á gámagjöldum og fleira. GE gerði grein fyrir breytingum á gjaldskrá. SAF ræddi hugmyndir varðandi göngubrú yfir Hafnará. LJ svaraði varðandi lið 7 hugmyndir um göngubrú yfir Hafnará.
Fundargerðin framlögð.
  • 2.3 1309012 Gjaldskráhækkun - Skipulags- og byggingarfulltrúi
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 29 Skipulagsfulltrúi og bygginarfulltrúi fóru yfir breytingar á gjaldskrá. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Tillaga um breytingu á gjaldskrá og auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt 6-0. SÁ situr hjá við afgreiðsluna og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
  • 2.5 1210049 Deiliskipulag Fornistekkur.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 29 Nefndin leggur til að eftirfarandi breyting verði gerð á skilmálum auglýstrara tillögu deiliskipulags Fornastekks í landi Bjarteyjarsands. Breytingin felur í sér að heimilt verði að byggja 10m2 gróðurhús. Ekki er heimilt að nota gler sem byggingarefni í gróðurhús.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar AH óskar eftir að víkja af fundi. Samþykkt. SSJ ræddi tillöguna. HV ræddi fyrirkomulag varðandi gróðurhús í sumarhúsahverfum og þau áhrif sem kunna að verða á vatnsbúskap. SAF svaraði fram kominni fyrirspurn.
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu USN nefndar að breytingu deiliskipulags Fornastekks og skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Senda skal Skipulagsstofnun deiliskipulag sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn og samantekt um málsmeðferð ásamt athugasemdum og umsögnum um þær innan átta vikna frá því að frestur til athugsemda rann út sbr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 5-0 HV situr hjá. AH tekur aftur þátt í fundinum.
  • 2.6 1204041 Umgangur búfjár í landi Hafnarsels.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 29 USN nefnd leggur til að framkvæmdin verð styrkt þegar fyrir liggur samþykki landeiganda fyrir staðsetningu brúar og aðgengi að henni. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.11. fundur stjórnar Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.

1310022

Fundargerðin framlögð.

4.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2013.

1309011

Samantekt og styrkbeiðnir voru sendar sveitarstjórn rafrænt 18. október 2013.
SÁ lýsir sig vanhæfan og óskar að víkja af fundi vegna tengsla við Sveitina milli stranda.

Eftirtalin erindi hafa borist;
Sveitin á milli stranda. Jólatónleikar 150.000. 100.000. Samþykkt samhljóða 6-0.
SÁ tekur aftur þátt í fundinum.

Vinstri Hægri Vinstri. Umferðarfræðsla fyrir yngsta stig grunnskóla.35.000. Samþykkt 7-0.

Karen Líndal Marteinsdóttir
Íþróttaferð til Berlínar. Áður úthlutað íþróttastyrk. Frestað.
Safnasvæðið Akranesi uppbygging bátasafns 100.000 frestað og skoða nánar við fjárhagsáætlun.
Landsbyggðin lifi. Starfsemi
100.000. Hafnað.
Karlakórinn Söngbræður
Starfsemi
100.000. Hafnað.
Jón R. Hilmarsson
Bókaútgáfa ( Ljós og náttúra Norðurlands vestra). Hafnað.
Elísa Pétursdóttir
Íþróttaferð til Svíþjóðar Áður úthlutað íþróttastyrk. Frestað.
Erlingur Hjálmarsson. Stigi yfir sjóvarnargarð í Krosslandi 250.000. Hafnað.
Erlingur Hjálmarsson. Trjárækt 200.000. Hafnað.
Arnór Hugi Sigurðarson. Ungmennabúðir í Noregi
10.000 Áður úthlutað íþróttastyrk. Frestað.
Alexandra Chernyshova. Vegna óperu festivals í New York. Hafnað.
Kór Saurbæjarprestakalls. Nótnakaup og undirleikarar , 200.000. 50.000 samþykkt samhljóða 7-0.

Kór Saurbæjarprestakalls. Utanför á kóramót í Póllandi, 300.000. Hafnað.
Kór Saurbæjarprestakalls. Húsaleiga í Fannahlíð 25.000. 25.000. Samþykkt.

Grundartangakórinn. Rekstur. 30.000. Samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreindar styrkveitingar, samtals upphæð kr 240.000.

5.Samantekt frá íbúaþingi.

1310030

Frá Ildi, Sigurborgu Hannesdóttur.
LJ gerði grein fyrir að fyrirhugað er að funda með Sigurborgu Hannesdóttur varðandi niðurstöðurnar og næstu skref. AH ræddi samantektina og fagnaði samantektinni. Afgreiðslu frestað þar til að afloknum fundi með Sigurborgu Hannesdóttur. Samþykkt samhljóða 7-0.

6.Ósk um framlag til tækjakaupa.

1310024

Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 4. október 2013. Þegar sent til sveitarstjóra, fjármálastjóra og vísað í fjárhagsáætlun 2014.
Tillagan samþykkt og jafnframt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014 samþykkt samhljóða 7-0.

7.Ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.

1310028

Erindi frá Höfða, dagsett 7. október 2013.Óskað eftir samþykkt frá Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning 7-0.

8.Rekstrar- og efnahagsyfirlit 31. ágúst 2013.

1310026

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
KHÓ fór yfir yfirlitið. SAF ræddi erindið. ÁH þakkaði fyrir greinargóðar upplýsingar og þakkaði starfsfólkinu vel unnin störf við uppgjörið. KHÓ svaraði fram komnum fyrirspurnum.

9.Minnisblað vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2014-2017

1310017

Minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett 11. október 2013.
LJ fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar en áætlunin hvílir á 8 mánaða rekstrar og efnahagsuppgjöri sem nú liggur fyrir sem og á fjögurra ára fjárhagsáætlun. Erindið framlagt.

10.Fjárhagsáætlun 2014-2017.

1309018

Samantekt frá sveitarstjóra, dagsett 11. október 2013.
LJ fór yfir yfirlit yfir þróun útsvarstekna, fasteignagjaldatekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði fyrir 2008-2013. SAF þakkaði kynninguna. Erindið framlagt.

11.Höfði árshlutareikningur.

1310029

Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu, dagsett 16. október 2013.
LJ benti á að skv. árshlutauppgjöri þá stefnir í hallarekstur á Höfða og lagði til að sveitarstjórn fundaði með framkvæmdastjóra og stjórn. SSJ ræddi árshlutauppgjörið og stöðuna. Erindið framlagt.

12.Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel.

1310001

Áskorun til sveitastjóra/sveitastjórnar - Fjárleitir í Hafnardal - Árekstur hagsmunaaðila, erindi frá Herði Birgissyni, dagsett 8. október 2013.
LJ gerði grein fyrir viðræðum við eigendur Hafnarsels en fyrirhugað er að funda með þeim í vikunni.

13.Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

1211014

Samantekt frá sveitarstjóra.
LJ fór yfir stöðuna á verkefninu. AH spurðist fyrir varðandi eftirlit og ábyrgð eftirlitsaðila. HV benti á að huga þarf að ljósleiðaralagningu samhliða vegagerð og hitaveituframkvæmdum í Svínadal. SAF ræddi erindið. SÁ óskar eftir upplýsingum um eftirlitsaðila, hvaðan hann kemur og hvernig ráðningu hafi verið háttað. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi ráðningu eftirlitsaðila. Erindið framlagt.

14.Kosning löggilts endurskoðanda, frestað á aðalfundi Faxaflóahafna, 17. maí s.l..

1310025

Erindi frá Faxaflóahöfnum, dagsett 11. október 2013.
SSJ fór yfir erindið. Sveitarstjórn áréttar að Ása Helgadóttir hefur umboð til að sitja framhalds aðalfund Faxaflóahafna 2013. Samþykkt samhljóða 7-0.

15.Skólastjórafélag Vesturlands vill beina þeim tilmælum til sveitarfélaga að nýta gögn af hvaða toga sem er til hagsbóta fyrir skólasamfélagið.

1310031

Erindi frá Skólastjórafélagi Vesturlands, dagsett 8. október 2013.
Erindið framlagt.

16.150 milljónir kr. greiddar í ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga EBÍ.

1310032

Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands, dagsett 16. október 2013.
SSJ ræddi styrktarsjóð EBÍ, ÁH ræddi styrktarsjóðinn. Ein umsókn fór frá Hvalfjarðarsveit í ár. Árshlutauppgjörið er framlagt.

17.Kjördæmavika, fundur með þingmönnum kjördæmisins 23. október nk. kl. 13.

1310033

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 17. október 2013.
LJ benti á fund með þingmönnum 23. október. Erindið framlagt.

18.78. fundur Menningarráðs Vesturlands.

1310020

Fundargerðin framlögð.

19.113. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1310021

Fundargerðin framlögð.

20.115. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1310034

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar